Fréttir

Sauðburður á Viðreisnartímanum

Í vorkulda minninganna var blautt í húsum drulla í fjárhúskró og stæk lyktærnar siluðust og stundu - nærri burðiog maður var næstum feginn þegar einlemba bar og það mátti setja hana út - - þá rýmkaði í krónni og það gátu allarærnar étið á garðanum það kvöldið - - þegar hlýnaði aftur og varð grænt sunnan-undir vildi drengurinn setja allt úten kallinn fullyrti að þetta gæti brugðið til beggja vonakannski mundi aftur snjóa  - allavega lægi ekkert á --- og svo voru eldhúsdagsumræður í útvarpinu og borðleggjandi að Viðreisnarstjórnin var hérumbil búinað leggja landbúnaðinn í rúst - - hvað sem ráðherrann sagðivið fundum það glöggt á eigin skinni feðgarnir

Vorhret

Þegar maður vaknar í morgunkuldaog lítur út í slyddu og gráma finnst manni allt ómögulegtog fær jafnvel samviskubit yfir því að hafa boðið saklausum fuglum til þessa  lands sem maður auðvitað vissi að stendur endrum og sinnum undir nafni

Á Grænavatni

 Ég man þegar við strengdum vírnetið með dráttarvélinni- og kallinn var á nálum um að girðingin mundi slitna í vetrarfrostum. Nú er hliðið ónýtt og margir staurar brotnir og fokið undan í Kambinum Líklega hef ég verið of lengi í burtu - - - samt sæki ég staura og sleggju - þó mér endist kannski ekki birtan.

7.maí 2011 í Grænavatnsengjum

 Allt er hverfult Engið er þurrt og víðirinn fúinn,- - og ekkert sem fyrrþað er meira að segja óþarft að vera í stígvélum.Hér var áður flóð á hverju vori -djúpir kílar og sandbleytur,sem maður vissi fyrir víst að væru botnlaus og mann hryllti við sögnum af hestum sem ógnin svelgdiog knöpum sem aldrei urðu samir menn.

Vorstemmingin

 ‎..á svona dýrðlegum morgni við Pollinn / er ég næstum því steinhissa á /að fuglarnir skuli ekki kasta af sér hamnum /og stinga sér allsnaktir til sunds../  Kannski betra svona - - Á svona dýrðlegum morgni við vatnið,veit ég næstum því fyrir víst að,fuglarnir helst vilja fleygja af sér hamnum og fara allsnaktir í sitt daglega bað.

KEA á krossgötum

 Samvinnufélög – til hvers? Fyrstu ca.70 ár síðustu aldar voru stofnuð samvinnufélög um allt land.   Sparisjóðir í formi (lokaðra) gagnkvæmra félaga störfuðu í fjölmörgum  byggðarlögum og þjónuðu einnig tilteknum starfsgreinum.

Brynhildur frænka mín kvödd

 Brynhildur Þráinsdóttir kennari, f.26.07.1951Fréttin af andláti Brynhildar frænku í Torfunesi kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þó ég hefði vitað að ekki væri endilega allt í besta lagi með  heilsufarið um tíma.

Er framtíð eftir ICESAVE 3 ?

 Kaflaskipti í stjórnmálum eftir ICESAVE 3   Stjórnmálin verða að bregðast við þeirri niðurstöðu sem fyrir liggur.  Ekki tókst að vinna fylgi við ”hófsama samningslausn” í málinu, enda lítið talað fyrir henni og málflutningurinn var meira og minna í upphrópunum og illa grunduðum heimsendaspám og hótunum.

Nú reynir á okkur öll

 Til að stöðva yfirgang og ofbeldi á heimilum og innan fjölskyldu, uppræta einelti í skólum og á vinnustöðum - - og hemja valdníðslu og ofríki fjármálaaflanna í samfélaginu ;-           þarf skilning og vit, það þarf góðvlija og kjark en umfram allt annað þá þarf staðfastan ásetning og úthald – því órétturinn lætur ekki undan sjálfviljugur.

Mývetningur villist til Akureyrar

Síðdegið kemur oft á óvart.  Á leið heim í dag ók ég venjulega leið - - út frá Kaupvangsstræti og frá Torfunefinu og áleiðis að Höffnersbryggju.   Var ekki kominn nema hálfa leiðina þegar ég tók eftir því að húsandarsteggur hvimaði óöruggur við fjöruborðið.