Að vinna gegn sjálfum sér – óvinsælar framkvæmdir?

 

Eftir á koma oddvitar Samfylkingar á Akureyri fram og þykjast auðvitað vilja sínum bæ sem best.  Hópur af þeim lýsti sérstökum stuðningi við frambjóðanda af jaðarsvæði kjördæmisins – og fannst við hæfi að nota myndefni Samfylkingarinnar á Akureyri í því skyni. 

 

Kristján Möller er einn af þeim sem er etv. einkum þekktur fyrir að vera persónugervingur óvinsælustu framkvæmdar á Íslandi síðar tíma.   Héðinsfjarðargöng eru framkvæmd sem virðist skorta allan samfélagslegan stuðning; - er óvinsæl svo ekki sé meira sagt og skotspónn gríns og gagnrýni.   Þau gögn sem fram voru lögð um hagkvæmni framkvæmdarinnar og mat á möguleikum reyndust umdeilanleg að ekki sé meira sagt.  Formælendur framkvæmdarinnar hafa komið fram af hroka gagnvart þeim sem hafa sett fram efasemdir og þeir hafa þannig algerlega brugðist þeirri samfélagsskyldu að “selja framkvæmdina”  - með góðum rökum.  Sennilega vegna þess að framkvæmdin var keyrð í gegn – með pólitisku ofbeldi og óþarfa yfirgangi hreppapólitíkurinnar.    Í mínum huga er ekki um það að deila að Siglufjörður hefur fyrir löngu átt að fá örugga vegtengingu  - með jarðgöngum – og þá undir Siglufjarðarskarð.   Slík framkvæmd hefði átt að vera komin á fyrir áratugum  þannig að ekki hefði þurft að treysta í veginn um Mánárskriður sem er varasamur og alls ekki tryggur til lengdar.    Óskandi úr því sem komið er að gamli vegurinn dugi – slysalaust – þar til þessi nýja og umdeilda framkvæmd verður komin í gagnið.   Allir vita samt að Ólafsfjarðargöngin og vegurinn um skriðuna norðan Karlsár eru ófullnægjandi og hættuleg leið.   Þá leið er þörf að bæta – en nú virðist hún tefjast og kannski einmitt vegna umdeilanleika Héðinsfjarðarganganna. 

Samfylkingin á Akureyri fékk 2190 atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum sl. vor.  Þetta var verulegur sigur eftir ömurlega niðurstöðu 2002 þegar Oktavía var í 1. sæti og Hermann Jón í 2. sæti.   Þáttur HJT í síðasta kjörtímabili og við að stilla sjálfum sér upp eftir slysalegan undirbúning 2002 – er nú eitthvað sem ekki skilur hann frá Oktavíumálinu – eins og það þróaðist upp í langstætt pólitískt þunglynd allt of margra á síðasta kjörtímabili.     

Vonbrigði margra kjósenda með frammistöðu bæjarfulltrúa flokksins við myndun meirihluta komu strax fram sl. vor.  Sérstaklega olli það vonbrigðum að oddviti flokksins reyndist ekki heill gagnvart eigin orðum – í fjölmiðlum – þegar rætt var um myndun meirihlutans og með hverjum eða við hverja var rætt.  

 

 Miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið fyrir hönd Samfylkingarinar síðustu vikurnar þá met ég það svo að kjósendur hafi út af fyrir sig ekkert við það athuga að Samfylkingin á Akureyri starfi með Sjálfstæðisflokknum í meirihluta – en það eru af mörgum álitin alvarleg svik við stefnuskrána og við kosningaúrslitin að “klappa Kristján Þór upp” sem bæjarstjóra; - SF lofaði breytingum og heiðarlegri og opinni stjórnsýslu.   Hvort tveggja hefur skort síðustu 5 mánuði meðan Kristján Þór Júlíusson ræður dagskránni.