Ríkisstjórnin mín og staða Samfylkingarinnar

Ráðneytin;

Tel að Samfylkingin hafi orðið harkalega undir með skiptingu ráðuneyta.   Framsókn hafði í síðustu stjórn stöðu "hálfdrættings" á við Sjálfstæðisflokkinn - en sat í helmingaskiptum.  Helmingaskipti voru því það minnsta sem Samfylkingin átti að sætta sig við varðandi vægi málaflokka - á móti forsætisráðherraembætti.  það er einfaldlega hefð fyrir þvi.

Fjármálaráðuneytið var að mínu mati alltaf ráðuneytið sem Ingibjörg átti að fara í sjálf - og krefjast fyrir SF.

Skildi að heilbrigðisráðuneytið væri á leiðinni til Sjálfstæðisflokksins - en tel óviðunandi að menntamálaráðuneytið sé enn látið vera í höndum Sjálfstæðisflokksins - þó ekki væri nema fyrir það að sá flokkur hefur setið þar í næstum 22 af síðustu 24 árum.     Þegar landbúnaðarráðneytið er lagt niður - og fjármálaráðuneytið er í höndum Sjálfstæðisflokksins þá  tel  ég  þess vegna að það hafi verið alveg ofurklént - - að kaupa samgönguráðuneytið svona dýru verði.

Er ósköp sáttur við það að SF fái til sín Iðnaðarráðuneytið - en sé ekki að það að skipta viðskitparáðuneytinu út sem sjálfstæðu ráðuneyti sé nægilega útfært í þágu hins nýja atvinnulífs til að líta á það sem raunverulegt samningsvægi.

Veit að það mun standa mjög harkalega í stórum hópi Samfylkingarmanna að afhenda Sjálfstæðisflokknum - óslitið umboð í menntamálaráðuneytinu.  Nú þarf Þorgerður Katrín t.d. að taka sig saman í andlitinu gagnvart landsbyggðinni og ekki síst Háskólanum á Akureyri ef það á að geta ríkt eindrægni í kring um þann málaflokk - eins og aðdragandinn er.  Ég ætla ekki að ræða um RÚV-ohf.

Ráðherraskipan

Ingibjörg Sólrún skorar "big time" - með því að standa við yfirlýsingar um jafnan hlut kvenna.  Sýnir einnig kjark með því að sækja Þórunnu Sveinbjarnar niður á listann - enda þórunn afburða-mannaeskja hvort sem væri í umhverfis, utanríkis eða velferðarmálin.    Össur vinur minn hlýtur að vera á leið út úr pólitík (á kjörtímabilinu) og sama má segja um Jóhönnu - þau munu rýma fyrir endurnýjun fyrr eða seinna  og þá eru Katrín Júl og Guðbjartur klárlega í stellingum - og auk þess Ágúst Ólafur.  Guðbjartur hlýtur að  verða formaður fjárlaganefndar - þannig að NV-kjördæmi fái einhverja dekkun í embættavali SF.

Geir er undir með ráðherravalið  - það æpir á menn konuleysið - og það æpir einnig á menn að Björn Bjarnason er látinn halda áfram - og framlengjast í sama ráðuneyti.  Þarna glataði Geir góðu færi á að yngja upp og binda traust við stórfjölskyldu Benedikts Sveinssonr - með því að gera hinn unga erfðaprins Bjarna Benediktsson að ráðherra strax.

Geir vantar konur sem fyrst - og hann þarf að stíga inn í meiri endurnýjun - um leið og hann þarf sennilega að sættast við mína nágranna hér - fyrst hann gat ekki gefið Kristján Þór Júlíussyni  - færi á því að verða formaður

Hvað ber að lesa út úr stjórnarsáttmálanum?

Held að sáttmálinn boði raunverulega breytingar.

Les það út að ný atvinnustefna verði ofan á - með útrás og nýsköpun.

Það verður gerbreyting á málefnum aldraðra - og öryrkja;  Þar kemur Jóhanna sterk inn.

Það verður sett stefna á stöðugleika og réttlæti í skattakerfinu - og öfgafullar tekjutengingar verða skalaðar hratt niður.

Það verður fjárfest í fólki og lífsgæðum -

Auðlindamálin fá sátta-farveg - þar sem frekjuhundarnir verða eitthvað bundnir um skeið og reynt að festa í sessi almanna-eignarhaldið.   Umhverfismál fá vægi.

Utanríkismálin fá nýjan tón - og nýtt innihald þar sem Evrópu-nálgun kemst á dagskrá - í gegn um virkt samráð aðila vinnurmakaðarins - bæði i röðum atvinnurekenda og eins og röðum launþega - og einn daginn hyggst Sjálfstræðirflokkurinn ráða ferðinni - á leið inn í Evrópusabands-aðildarumsókn. Íraksmálið - þarf Ingibjörg að klára með sýnilegum hætti fyrst ekki varð samstaða umað táknræn og skýr yfirlýsing  - líkt og Spánverjar, Ítalir  og fleir hafa gert var ekki sett á oddinn.

 

Landbúnaðurinn verður trimmaður niður; - lag upp úr að vernda gömlu greinarnar með "vörugæði" í forgrunn og sértækni stofnanna - en kjúklingaræktinni fórnað í fyrsta leik og síðan svínaræktinni smátt og smátt.

Vona bara að nautakjöti og lambakjöti verði haldið úti - varanalega - með vísan til þess að við viljum forðast Crautsfeld-Jacob og félaga og fleiri vandræðamenn.

Áherslan á nýju atvinnugreinarnar þarf að útfærast miklu betur og verða sýnilegur hluti af menntasetnfunni; - þetta má ekki blokkerast af þrásetu Sjálfstæðisflokksins í menntamálaráðuneytinu.  Hinn hluti nýju atvinnustefnunnar verður að rammast inn í útrásarumgjörðina-  sem á að hvetja og efla - en má ekki hefta árangur.´

Nóg í bili,