Ossur; Hver vinnur og hver tapar?

 

Er einhver tapari?  - og er einhver sár?  Já, ég er sár.  Kannski ekki bara minn eigin metnaður sé særður – heldur er ég sár fyrir hönd þeirrar endurnýjunar sem er nauðsynleg til að Samfylkingunni verði trúað fyrir ríkisvaldinu – og trúað fyrir því að skapa “framtíðarlandið.”   Ég er ekkert slæmur tapari þannig séð; - ég rauk ekki út úr talningunni þegar sýnt var að ég var sleginn út í 1. lotu og ég hef ekki skellt hurðum á einn né neinn – og ætla ekki að gera.    Versti sigurvegarinn er hins vegar alltaf sá sem ekki skilur hvað felst í “hæpnum sigrum” – og  því tjóni sem flokkar lenda í við viðkvæmar aðstæður eins og núna. 

Össur er ....ekki formaður 

Líklega er Össur versti taparinn – og hefur ekki ennþá áttað sig á að hann var kosinn út úr hlutverki formanns flokksins fyrir mörgum mánuðum.    Bloggsíður hans eru undirlagðar af “Njáluskrifum” – “Sturlungaaldar tilbrigðum” og samsæriskenningum í bland við  sjálfhælni þar sem hann reynir að þakka sjálfum sér hvernig einstakar “vonarstjörnur” komast áleiðis í pólitíkinni.   

Það hefur verið tíðkað talsvert að senda “úrelta stjórnmálamenn” á hæli innan utanríkisþjónustunnar.    “Úrelding á Össuri” er orðin brýn fyrir Samfylkinguna og alveg ljóst að “endurvinnsla” á honum sem stjórnmálamanni (með því að gera hann að formanni þingflokksins) er að færa Samfylkinguna stöðugt fjær því að ávinna sér trúverðugleika.   Næturskrif Össurar flytja okkur ekki ábyrga og áhugaverða pólitík fyrir hönd Samfylkingarinnar  – og líklega honum heldur ekki ímynd þess sjórnmálamanns sem trúandi verður fyrir ráðherraembætti á viðkvæmum tímum.        

Það er líklega verst að Valgerður Sverrisdóttir hefur takmarkaðan áhuga á að frelsa íslenska póltík frá Össuri – af því að hún heldur að Samfylkingin mundi græða of mikið á þeirri útreldingu. 

“Ossurarmenn” sitja víða fyrir í flokknum – margir eru þeir menn fortíðarinnar í stjórnmálum – og vita kannski ekki mikið hvað “samræðustjórnmál” – eða málefnastjórnmál  eru – en leggja hins vegar allt kapp á bandalög, blokkamyndun og standa sig þar vel.     Lesið skrif Össurar endilega – og veltið fyrir ykkur hvaða hugmyndir hann virkilega styður.   Hvers konar jafnaðarmannaflokk og hvers konar pólitík heldur hann sig vera að byggja undir?    

Nei Össur;  þinn tími er liðinn og mikilvægt að þú viðurkennir að flokkurinn okkar kaus annan formann.     Jafnaðarstefnan og sú mikla tilraun til samstöðu - sem þú áttir góðan þátt í að mynda með stofnun Samfylkingarinnar - verðskuldar það að þú stigir nú til hliðar.   Félagar þínir hafa kvittað við þig og þína þjónustu með því að gefa þér þokkalega kosningu – kannski næstum því góða kosningu í prófkjörinu (að þínu mati).  Þú getur bara vel við unað.   Takk og bless.