4. Skattar og kjör

Skattar og kjör íbúanna eru eilífðarviðfangsefni stjórnmálanna.  Hvernig á þessum hlutum er haldið gefur til kynna hvers konar tækifæri og lífsgæði stjórnvöld vilja eiga þátt í að skapa.    Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið skattheimtu almennings  - á sama tíma og annar ójöfnuður hefur vaxið.   Landsbyggðin hefur farið halloka í mörgum greinum og þar njóta íbúar í mörgum tilfellum alls ekki jafnstöðu til tækifæra og aðgengis að þjónustu hins opinbera.  Jafnvel greiða landsbyggðarbúar auka-skatta í gegn um hærra vöruverð og mikinn kostnað af ferðalögum og flutningum:  Það þarf að takast á við þennan ójöfnuð með beinum hætti og færa okkur nær því Norræna velferðamódeli sem sýnir sig að standast í samkeppni þjóðanna.  Við hljótum að hafa því ójafnaðar og eymdarstigi sem Bandaríkin eru þekkt fyrir – og sjá má allt of mörg einkenni af í Breskum stórborgum og dreifbýli.

Í efnahagsmálum vil ég sjá að byggt verði á frekari nálgun við viðskiptaumhverfi V-Evrópu  - í sem flestu efni,   

Skattar þannig færðir nær OECD og meðaltali  V-Evrópu- þannig að  heildarskattbyrðin verði verulega léttari fyrir fjölskyldufólk, eldri borgara og námsmenn (Sjálfstæðisflokkurinn á heimsmet í skattahækkunum á hagvaxtartíma)

 • Fjármagnstekjur skattlagðar með líkum hætti og launatekjur - frítekjumörk
 • Fyrirtækjaskattar með OECD-viðmið – sambærilegir við V-Evrópu
 • Skattfrelsi á barnavörum
 • Vsk. Felldur niður af “matvöru
 • Tollar og vörugjöld af heimilisvöru teknir til endurskoðunar
 • Persónuafslátturinn hækkaður – og yfirfærður fyrir námsfólk og umönnunarþurfi
 Val um búsetu;Lífsgæði og þjónusta um land allt
 • Íbúðarlánasjóður haldi stöðu sinni gagnvart lánveitingum – og tryggi samkeppni við einkamarkaðinn – þannig er mögulegt að skapa forsendur fyrir fjármögnun íbúðabygginga og kaupa ungs fólks um allt land og minnka þensluhættu.
 • Efling og bætt aðgengi að heilsugæslu og sérfræðilæknisþjónustu
 • Efling framhaldsskólastigsins á landsbyggðinni – ma. Með því að almenningsskólinn sinni öllum börnum upp að 18 ára aldri.
 • Aðgengi að háskólanámi og sérhæfðu starfsnámi verði eflt með stóraukinni uppbyggingu í fjarkennslu og þjónnustu frá þekkingarsetrum og rannsóknarmiðstöðvum.

Háhraðanet-tenging um land allt:  

 • Farsímaþjónusta á þjóðvegum (þjóðv.1+ NA-vegur og Vestfj-hringurinn) – ljósleiðari-kopar.  Grunnnet (Símans) keypt til baka út úr einokunarumhverfi Símans.

 • Ríkisútvarpið byggt upp með öflugu kerfi tveggja rása í sjónvarpi og útvarp;  Rás 2 ekki einkavædd og ný sjónvarpsráð byggð upp til að miðla sértæku menningarefni og íþróttaefni jöfnum höndum.

 • Tvöfalt kerfi RÚV– skili dreifingu í alla þéttbýlisstaði (ljósleiðari) (og tryggi jafnframt aðgengi sveitabæja).