5. Opinber þjónusta og ríkisumsvif

Ríkisumsvif eru afar stór hluti af heildarveltu í efnahagskerfi okkar.  Þannig eru menntakerfin og heilbrigðiskerfið nær algerlega keyrð með opinberum framlögum.   Umsvif eftirlitsiðnaðarins og margvíslegar rannsóknir eru líka byggðar mikið til utan um lögbundin framlög atvinnulífsins eða þá með samningum og styrkjum frá opinberum sjóðum.   Ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórnar hafa með þessu afar mikil áhrif á gangverk samfélaganna - og því mikilvægt að umsvifum sé dreift í einhverju samræmi við þarfir íbúanna og jafnræði gagnvart þjónustu og stjórnsýslu. 

Við höfum hins vegar fengið afar litlar eða jafnvel engar jákvæðar undirtektir undir kröfur um að flytja umsvif og stofnanir til Akureyrar og nærsvæðis - jafnvel hefur tilboðum um fjármögnun undirbúnings verið hafnað - án röksemda.Ég vil því sjá;

  • Ríkið og ríkisstofnanir skilgreini ”sveigjanlega vinnustaði” þannig að tilgreind störf megi vinna hvaðan sem er af landinu.   Allt að 2000 ný störf verði auglýst – með slíkri skilgeiningu á næstu 5 árum – og eldri störfum breytt.    Þannig má spara verulega í húsnæði – en skrifstofuhótel og háhraðatengingar  á landsbyggðinni byggð upp á móti.

  • Höfuðstöðvar tilgreindra ríkisstofnana endur-staðsettar á landsbyggðinni og einstakar stofnanir  fluttar í heilu lagi  út á landsbyggðina – (einkum til Akureyrar og nærbyggða) (Hagstofan, Fjármálaeftirlitið, Orkustofnun, Fiskistofa, Hafró, Matvælarannsóknir)

 Háskólinn á Akureyri verði byggður upp – með sérstökum vaxtarsamningi sem verður hluti af VaxEy.

  • til að þjónusta sértækt rannsóknarhlutverk  - í sambýli við stofnanir
  • Til að þjónusta almenn menntunarmarkmið – í fjölmennum greinum
  • Til að þjónusta sértæk kennslutilboð – fyrir fjarkennslu og fyrir afmarkaða hópa
  •  Til að þjónusta þekkingarsamfélag á Akureyri og í nærbyggðum.

FSA verði byggt upp sem fullkomið “vara-sjúkrahús” til kennslu og rannsókna og sérhæfðra aðgerða – og til að takast á við hamfaraáföll, stórslys og faraldurshættu sem gæti ógnað rekstri LSH um lengri eða skemmri tíma.

  • Heilbrigðisþjónusta og almenn heilsugæsla verði aukin í stærri byggðakjörnum – og samhæfð á svæðum - með stjórnunaraðild heimamanna og fagfólks

  Framhaldsskólar fyrir alla – og aðgengi frá öllum byggðarlögum fyrir folk upp í 18 ára aldurinn

  • Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð
  •  MA og VMA efldir á sínum sviðum – fjölbreyttara námsframboð-áhersla á verkmenntun
  •  FSH og FSLaugum verði efldir – með samstarfi og verkskiptingu
  • VAUSt og ME verði efldir til að takast á við breytt umhverfi – með samstarfi og endurnýjaðri verkaskiptingu