Grín

Til að alvaran ráði ekki algerlega ríkjum hér á www.bensi.is hef ég ákveðið að setja hér á eftir nokkrar undirsíður - fyrir þá sem vilja hlæja með mér og vinum mínum.

Einkum verða hér vísnasamskipti - sem snerta uppátæki mín og ekki síður uppákomur, hrakfarir eða slysfarir mínar.  Amma nefndi einhverntíma orð eins og "hrakfallabálkur" og stöku sinnum hefur mér dottið í hug að það ætti við mig. 

Leyfi ég mér að hvetja vísnasmiði og aðra spéfugla að senda mér nótur á bensi@bensi.is - ef þeir vilja leggja í púkkið og skemmta sér og öðrum. 

Síðurnar verða sýnilegar í valmyndinni hér til vinstri.