Maður vikunnar: Fréttablaðið

'A síðasta ári lenti ég í sérkennilegu fári - í kjölfar þess að framkvæmdastjóri KEA sagði upp starfi sínu og samkomulag varð um starfslok hans.   Stöð2 og síðan Fréttablaðið slógu upp dálítið glannalegri fyrirsögn sem ekki var í samræmi við eðli málsins - og allt álitsgjafastóðið og meira og minna fjölmiðlarnir loguðu frá morgni til kvölds.   Fór svo fram í nokkra daga - og ég í hestaferð með góðu fólki.  Eftir að ég komst að til að skýra málið - í óklipptri útsendingu Kastljóss og Íslands í dag - hjaðnaði málið fljótt þegar mönnum mátti vera ljóst að undirritaður - og þaðan af síður stjórn KEA - voru auðvitað ekkert á móti "fæðingarorlofi" - eða sjálfsögðum réttindum barna á Íslandi.  

Fréttablaðið kvittaði fyrir samskiptin við undirritaðan með því að birta "spaugsaman pistil" 13. ágúst 2005  - í flokknum "Maður vikunnar."