bensi.is er kominn til að vera

Þær móttökur sem heimasíðan www.bensi.is hefur fengið fóru fram úr björtustu vonum.   Heimsóknir hafa flesta daga verið 200-250 og einn daginn komu 346 heimsóknir fram á teljaranum.    Áhuginn hefur sem sagt reynst fyrir hendi; frábært :)  

Þó ég hafi upphaflega reiknað með því að þetta framtak væri tímabundið þá hef ég strax endurskoðaða þá afstöðu.   www.bensi.is er kominn til að vera. Ég veit auðvitað ekki á þessarri stundu hvernig ég  ætla að spila úr þessu; ? -  tala við ráðgjafa um málið og læt ykkur svo vita.

 Finn að það er áhugavert að tjá sig - um málefnin.   Er alveg staðráðinn í því að vera jákvæður og uppbyggilegur - og leggja áherslu á það sem dregur okkur áfram - inn í framtíðina.    Það eru nógu margir í fúla-liðinu - sem engu koma áleiðis.  Ekki þar með að ekki megi segja mönnum til syndanna og takast á við það sem fer úrskeiðis - jú jú! Þess er aldeilis þörf inn á milli.  Nýjar hugmyndir eru líka vel-þegnar - og ég er meira en tilbúinn til að koma hugmyndum annarra á framfæri.    Svo á ég það til að fá virkilega góðar hugmyndir - og leyfa mér að kasta þeim í loftið.   www.bensi.is verður vettvangur fyrir þetta  - inn í framtíðina.