7. Utanríkismál - sjálfstæði

Sjálfstæði í utanríkismálum þarf að vera einn meginhornsteinn utanríkisstefnu nýrrar ríkisstjórnar.  Íraksstríðið er alvarlegu blettur á samskiptum Íslands við önnur lönd og þátttaka ríkisstjórnar Halldórs og Davíðs í innrásinni í Írak var brot á grundvallarþáttum sem víðtæk samstaða hafði verið um.    Sá vandræðagangur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið Framsóknarflokknum í varðandi viðræður við Bandaríska "hauka" er sorglegur og niðurstaðan ennþá eitthvað sem ber meira keim af uppgjöf en samningsniðurstöðu.  Það er algerlega ófært að USA þurfi ekki að bera alla ábyrgð á hreinsun svæða - og það er algerlega ófært að íslensk stjórnvöld skuli ekki skilgreina varnarþarfir og áhættu Íslandinga  - áður en gengið er frá svokölluðum samningi.  En það eru mörg mál á dagskrá utanríkismál og Evrópusamstarf eða samningar afar mikilvæg verkefni - með öllum fyrirvörum gagnvart samningum við USA.

  •  Leitað leiða til að nýta alla kosti Evrópusamstarfs – samningsmarkmið skilgreind og aðildarviðræður teknar upp um leið og ESB opnar á slíkt.
  • Þjóðaratkvæðagreiðsla um þann samning sem mögulega væri kostur á við ESB
  • Nálgun við myntbandalagið og Evrusvæðið til að lækka vexti og efla stöðugleika á ný – og tenging við Evruna til að stöðva flöktið á krónunni – (eða þar til krónan verður aflögð)
  • Varnarsamstarf við V-Evrópu/ESB – bein uppsögn Varnarsamnings við Bandaríkin – sá samningur sem nú hefur verið kynntur af ríkisstjórninni nær ekki þeim markmiðum sem nauðsynlegt er  - og byggist auk þess í stórum mæli á áframhaldandi sjálfdæmi Bandaríkjanna.
  • Aftenging við Íraksstríðið – með beinum og formlegum hætti er skref líkt og Ítalía og Spánn hafa þegar stigið.
  • Virk þátttaka á alþjóðavettvangi  - með samstarfi Norrænu ríkjanna/V-Evrópu – einkum til eflingar friðar og virkra samninga milli þjóða og þjóðarbrota.  
  • Sáttasemjarahlutverk Íslands – miðstöð fyrir alþjóðlega samninga og friðarviðræður