8. Stjórnarskrármálin

Þjóðareign á auðlindum – verði sérstaklega áréttuð í stjórnarskrá í þeirri endurskoðun sem nauðsynleg er.  Ennþá er von um að nefndarstarf allra stjórnmálaflokka skili árangri.  Slík von fer samt þverrandi.  Þá kann að vera eina ráðið að kjósa sérstakt Stjórnlagaþing  - sem væri algerlega aftengt pólitísku valdi Alþingis og ríkisstjórnar.  Stjórnarskrárbreyting á þeim grunni þyrfti auðvitað að leggjast fyrir í allsherjaratkvæðagreiðslu – og milliliðalaust og þá ekki samhliða Alþingiskosningum.

  • Skilgreining á rétti almennings til samskipta og fjölmiðlunar

  •  Þjóðaratkvæðagreiðslur; festar í stjórnarskrá;

  • Breytingar á stjórnarskrá framvegis einungis staðfestar í beinni þjóðaratkvæðagreislu

  • Málskotsréttur forseta áréttaður með útfærslu á ákvæðum um þjóðaratkvæði – og beinni útilokun á að Alþingi geti afturkallað lög sem forseti synjar staðfestingar – án þjóðaratkvæðis

  • Ákvæði um að tiltekið hlutfall Alþingismanna (1/3 eða 2/5 þingmanna) geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem ríkisstjórn hefur sett í afgreiðslufasa

  • Ákvæði um að 20% kjósenda (25% eða 30%)  geti með bænaskjali kallað fram þjóðaratkvæði um mál sem hafa verið afgreidd sem lög – og þannig um leið  frestað gildistöku þeirra þar til þjóðaratkvæði hefur hafnað synjun þeirra eða stöðvað með meirihlutavaldi.

  •  Mannréttindakaflinn áréttaður – og skýrari takmörk á valdbeitingu hins opinbera/lögreglu  – einnig gagnvart njósnum og eignaupptöku.