Tölur og skráðir félagar í SF í prófkjöri 2006

Úrslit í öðru ljósi

 Niðurstöður prófkjörsins  í NA-kjördæmi voru alveg afgerandi og ekkert um þær að segja í sjálfu sér: - talningin verður ekki véfengd.   Niðurstöður prófkjörsins  í NA-kjördæmi voru alveg afgerandi og ekkert um þær að segja í sjálfu sér: - talningin verður ekki véfengd.  

Á flokksskránni  voru opiberlega 2834 einstaklingar (um 230 var svo bætt við eftir að skráningarfresti lauk skv. sérstakri ákvörðun kjörstjórnarinnar)  -  -og alls greiddu 1878 atkvæði:   Merkt var við 3 nöfn og atkvæði í pottinum voru því 5634 alls.    

Kristján L Möller fékk 1295 atkvæði eða 68,95% greiddra atkvæða.   583 þátttakendur í prófkjörinu settu einhvern annan í 1. sæti.   Þetta hlutfall KLM  er á sama tíma einungis atkvæði frá 45,7% af heildarfjölda skráðra Samfylkingarfélaga í kjördæminu. 

Einar Már Sigurðarson fékk  781 atkvæði í 1.–2. sæti, 41,59% greiddra atkvæða. Það er að segja EMS er staðsettur með atkvæðum 27,6% skráðra Samfylkingarfélaga.   

Þetta hlutfall til þingmannanna segir okkur að 1680 greidd atkvæði féllu á aðra en þingmennina í 1.-2. sæti.   

Lára Stefánsdóttir var að fá 903 atkvæði í 1.-3. sæti  - eða 48,08%.    

2655 atkvæði féllu á aðra frambjóðendur en þess þrjá  í 1.-3.sæti.  

Atkvæði í pottinum voru 5634 og það er því ekki mikið meira en helmingur atkvæða sem raðar þessum þremur í sæti 1-3  (52,88%)         

 956 skráðra Samfylkingarfélaga greiddu/skiluðu ekki atkvæði:   Hvar er þetta fólk og hvers vegna skila sér ekki atkvæði frá þeim?   Held að það sé mikilvægt að skoða það mál og reyna að skilja það;  höfðuðu frambjóðendur ekki til þeirra?  --- voru póstsamgöngur kannski ekki í lagi nema í sumum byggðarlögum?  

Í Suðurkjördæmi og í SV-kjördæmi greiddu næstum 5000 mann atkvæði í hvoru fyrir sig.  Hér var fjöldinn undir 2000.   Þátttakan á Akureyri var undir þriðjungi þess.