1. Menntun

1. Menntun og fjárfesting í mannauði og framtíðartækifærum

Íslendingar eru með hærra hlutfall þjóðarinnar 25 ára og yngra heldur en flestar Evrópuþjóðirnar – þannig þarf umtalsvert hærra fjárframlag til menntunar – til að standa jafnt að vígi í samkeppni vinnuaflsins í árdaga nýbyrjaðrar aldar.  Íslendingar verja einna lægstu fjárhæð allra OECD-landanna á hvern nemanda í framhaldsskóla – og sama gildir um þann hóp sem er í háskólanámi. Stærsti vandinn í menntamálum virðist ótvírætt  vera skortur á árangri og námsframvindu fjölmennra hópa  - einkum drengja sem ekki fóta sig í framhaldsskóla.  Samkeppni alþjóðlegs  vinnuafls gerir það ennþá brýnna nú en áður að sá fjölmenni hópur Íslendinga - sem er án formlegrar skólamenntunar og starfsréttinda – fái tækifæri til endurmenntunar og starfsþjálfunar sem gerir viðkomandi kleift að fóta sig á vinnumarkaði.

  • Aukið fjármagn til skólastarfs og samhæfing leik-grunn og framhaldsskólastarfsins
  • Endurskipulagning skólakerfa  - með því að almenningsskólinn verði eitt skólastig frá 4-18 ára aldir barnanna.  Almennur framhaldsskóli flytjist til sveitarfélaga. – verknám/starfsnám verði endurskoðað og tækninám sérstaklega eflt til að undirbyggja nýsköpun atvinnulífsins og skapa verðmæt störf í hönnun, sérhæfðri þjónustu og hátækni
  • Sérstök aukning á listnámi – og íþróttastarfi inn í grunnskólana afreksíþróttir verði metnar til eininga/náms innan grunn-/framhaldsskólanna: íþróttamenntaskólalína og listamenntaskólalína hafi jafnstöðu og verði í boði við alla framhaldsskóla – sem námsleið fyrir einstaklinga
  • Símenntun og endurmenntun – í samstarfi viðskipta-/atvinnulífsins og skólakerfis hins opinbera – efld og beint markvisst að því að endurþjálfa/endurmennta þá hópa sem standa verst að vígi á vinnumarkaði.
  • Háskólanám og sérhæft tækninám,  hönnun og hátækni verði styrkt með skýrum markmiðum um fjölgun þeirra sem klára slíkt nám á hverju ári.

 Ein mikilvægasta forsenda fyrir framtíðarhagsæld er að hér skapist aðstæður til að byggja upp hátækni og þekkingariðnað  - í sambúð með sérhæfðri fjármálaþjónustu og ferðaþjónustu.   Slíkt þarf auðvitað að geta gerst í stöðugleika  - og án þess að gengið sé á möguleika sjávarútvegs og innlends landbúnaðar til að þróast og treysta stöðu gagnvart samkeppni og á erlendum mörkuðum.  Öflugt menntakerfi  og fjárfesting í rannsóknum og þróunarstarfsemi leggur grunn að tækifærum á þessum vettvangi en auk þess þarf virkur stuðningur opinberra aðila og viðskiptalífsins að koma til við  uppbyggingu nýsköpunar og þessum verðmætu sviðum þekkingargreinanna.    Það eru vel launuð störf – menntaðra og sérþjálfaðra starfsmanna sem við verðum að skapa hér innanlands – og það eru slík störf sem okkar eigin börn verðskulda að eiga tryggan aðgang að – um alla landsbyggðina rétt eins og stærsta þéttbýlið.