Lélegt í Reykjavík!

Samfylkingin í Reykjavík trekkir ekki.    Nú er fengin staðfesting á því sem mikilvægt er að bregðast við. 17750 kusu í borgarstjórnarkosningum sl. vor.

Innan við 5000 mæta til að raða sama liðinu á listann núna – og það í tvöföldu kjördæmi.   Það voru 5000 sem kusu í SV kjördæmi og Suður- kjördæmi.  (Munið þið hver fjöldinn var þegar prófkjörið var um borgarstjórnarlistann?) 

Þetta var augljóslegar óspennandi fyrir kjósendur og áhugavert að velta fyrir sér hvernig var staðið að kynningu á framboðinu og hvernig frambjóðendur kynntu sig sjáfir.   Var verið að leggja upp með málefni?  Já og nei; en aðallega nei.   Var verið að kynna prófíl á flokknum fyrir kosningar og efla flokkinn á forsendum jafnaðarstefnunnar?  Nei, líklega hefur það farist eitthvað fyrir.  

Voru frambjóðendur þá svona óáhugaverðir eða sjálfumglaðir að það tók því ekki að koma á kjörstaðinn?   Getur verið að það hafi beint og óbeint orðið ofan á að frambjóðendur hafi sammælst um að “eyða ekki of miklu púðri og peningum í prófkjörið” – það var hvort sem er ekki verið að keppa um 3 efstu sætin?  Ef það er tilfellið þá er alveg alltof lítið fyrir ISG að fá innan við 70% atkvæðanna – án mótframboðs.   Það er sama þó Össur hafi fengið miklu lægra hlutfall síðast – hann var þó í beinum slag við Jóhönnu þá.   

Össur er sko ekki að fá neitt óskorað umboð – og Jóhanna ekki heldur – þau voru ein um sæti 2-3.   Hvað sem þau segja sjálf þá er niðurstaðan staðfesting á því að þau eru með takmarkað traust og trekkja ekki lengur. 

Samfylkingin kemur ekki vel út úr prófkjörinu í Reykjavík.   Þátttakan er hörmulega lítil og stemminguna skortir.   Formaður flokksins þarf að leita skýringanna og ráða bót á vandamálinu – áður en kosningabaráttan hefst fyrir alvöru: - ef vandamálið liggur þá ekki beinlínis í fólkinu sem búið er að raða sér upp í hlutverkum fyrir Samfylkinguna í Reykjavík og víðar á landinu.

Til að áhugi glæðist og jafnaðarstefnan komist á ný á dagskrá þarf nýtt fólk og málflutning sem er í takti við samtímann.   Hvers vegna í ósköpunum ætti ungt fólk - vel menntað fólk og skapandi fólk að flykkjast til að kjósa "sömu súpuna í sömu skálinni?" 

Ellert er náttúrulega flottur - en han getur einmitt fengið skemmtileg tækifæri til að taka til máls og mæta í ræðustól á Alþingi úr því sæti sem hann hlaut,  en þingtíminn hans er bara liðinn :-)