Fréttir

Er framtíð eftir ICESAVE 3 ?

 Kaflaskipti í stjórnmálum eftir ICESAVE 3   Stjórnmálin verða að bregðast við þeirri niðurstöðu sem fyrir liggur.  Ekki tókst að vinna fylgi við ”hófsama samningslausn” í málinu, enda lítið talað fyrir henni og málflutningurinn var meira og minna í upphrópunum og illa grunduðum heimsendaspám og hótunum.

Nú reynir á okkur öll

 Til að stöðva yfirgang og ofbeldi á heimilum og innan fjölskyldu, uppræta einelti í skólum og á vinnustöðum - - og hemja valdníðslu og ofríki fjármálaaflanna í samfélaginu ;-           þarf skilning og vit, það þarf góðvlija og kjark en umfram allt annað þá þarf staðfastan ásetning og úthald – því órétturinn lætur ekki undan sjálfviljugur.

Mývetningur villist til Akureyrar

Síðdegið kemur oft á óvart.  Á leið heim í dag ók ég venjulega leið - - út frá Kaupvangsstræti og frá Torfunefinu og áleiðis að Höffnersbryggju.   Var ekki kominn nema hálfa leiðina þegar ég tók eftir því að húsandarsteggur hvimaði óöruggur við fjöruborðið.

Benedikt sæmdur gullmerki ÍSÍ og gullmerki Sundsambandsins

Um helgina fór í til höfuðborgarinnar.  Aðalerindið var að mæta á 60 ára afmælisþing Sundsambands Íslands.     Siggeir Siggeirsson og Benedikt Sigurðarson voru sæmdir gullmerki ÍSÍ.

Yfirgangur einlitrar orðræðu: hjarðhegðun og eyðilegging

Benedikt Sigurðarson 9.febrúar 2011 Síðustu missirin hefur Ísland verið undirlagt af Hruninu stóra og eftir-Hruninu.   Hrunið var samt ekki neitt sem varð bara sisvona á einum degi - - heldur ferli sem átti sér langan aðdraganda og niðurleiðin hófst sennilega með Dönsku-kreppunni strax á árinu 2006 þegar grannt er skoðað.

Græðgi er raunverulega höfuðsynd

 Hrunið og eftir-hrunstímabilið á Íslandi ætti sannarlega að hafa fært okkur heim sanninn um að peningar breyta aldrei  venjulegum frekjudalli í vitsmunaveru.     Vendingar síðustu daga sanna einnig með ótvíræðum hætti að græðgi einstaklinga er miklu sterkara afl en svo að minniháttar gjafir af illa fengnu fé geti gert skúrkinn að góðviljaðri manneskju.

Iðrun - - umbreyting

  Umbreytingin:  Síðustu 4 árin hef ég tekið meiri þátt í opinberri umræðu en lengstum áður.  Þökk sé þeim breytingum og þeirri opnun sem Netið hefur lagt okkur til.

Nýárs blessuð sól

Nýárs blessuð sól.  Árið 2011 heilsar með veðurblíðu hér við Pollinn.   Þessir fyrstu morgnar ársins vekja  birtu í sinni.  Veðrið og birtan ráða miklu um þá bylgjulengd sem ég stilli mig inn á og hafa með því áhrif á það hvað mér dettur í hug að setja á dagskrá yfir það sem mig langar að koma áleiðis á komandi mánuðum.

Jólakveðja frá Krókeyrarnöf 2

 Kæru vinir. Frú Helga og hennar Benedikt heilsa ykkur frá nýju setri sínu í hesthúsblettinum á Naustum – þar sem heitir að Krókeyrarnöf  2.    Þangað fluttum við á miðju sumri en áður hafði Týra átt þar heima um nokkurra vikna skeið.

Vonbrigði með fréttastjóra DV

 Fréttastjóri DV sýnir einbeittan vilja til ”að halla máli” Las kjallaragrein eftir Inga Vilhjálmsson fréttastjóra í blaðinu föstudaginn 26.nóvember 2010.  Greinin er helguð Hagsmunasamtökum Heimilanna og að hluta einum af fv.