Fréttir

Stórhríð í mars

Svo slotar hríðinni.   Það liggur krap meðfram fjöruborðinu og sullgarðurinn staðfestir að áhlaupið var grimmt.Hávellurnar eru órólegar þótt veðrið sé gengið niður.

Mynd

  Mynd   Húsblakkar ærnar snúa rassi í krossinn sem einmana stendur upp úr snjó.Birtan er rétt yfir rökkurmáli; "Helvíti eru þær gular í framan, líka þessi kollótta;"- segir hann, eins og annars hugar.