Fréttir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Mummi) eyðilagður

Fyrrverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins - undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur – sat í fjögur ár. Við stofnun spáði Bensi heldur illa fyrir stjórninni - og ekki síst pólitískri þróun forsætisráðherra - sem er eiginlega furðulegri en lygasaga eins og enn er að koma í ljós. Hins vegar var það þá býsna snjallt að kippa Guðmundi Inga (Mumma) inn í umhverfisráðuneytið á grundvelli þekkingar hans og starfa að umhverfismálum - og taka hann þannig framfyrir þáverandi og nýkjörna þingmenn VG.