Fréttir

Krókeyrarnöf - heldur áfram

Við Helga erum í miðju kafi að byggja.Krókeyrarnöf 2 er orðin fokheld og með gluggum og gleri.  Einangrun er er byrja að festast á veggina og við undirbúum innivinnuna.

Móðir jarðsungin á Skútustöðum

 Móðir mín Þorgerður Benediktsdóttir lést 8.október sl.- 93 ára að aldri.Hún var fædd 5.apríl 1916.    Eftir að hafa lokið prófi frá alþýðuskólanum á Laugum fór hún í Kennarskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist með kennarapróf 1939.