Fréttir

Vísa dagsins

 Heyrði af fátækt og ferðahörmungum: vísan er því miður ekki falleg; Yfir hangir öskuský, ýfast langir dagar.Eru´á gangi enn á ný, alltof svangir magar.

þetta er bara dásamlegt . .

eftir stress og endurteknar tafir fyrir Helgu mína að komast frá Spáni - með því að keyra landið þvert -..loksins gefin flugheimild seint og um síðir í gærkvöldi - og reiknað með lendingu í keflavík kl 4:16   -  þá svaf ég lítið.

Dagurinn heilsar með fegurð - en . .

Þorgerður er teppt í Kaupmannahöfn vegna öskudreifingar frá Eyjafjallajökli  og frú Helga er á Spáni og reiknar með því að fljúga heim í gegn um Madrid og Kaupmannahöfn á sunnudaginn.

Á öðrum degi í gosi úr Eyjafjallajökli

 Í tilefni af ákveðnu ástandi:Af mér hefur brunnið bros,ég beygður sit með ekka.Mætti ´ ég biðja um minna gos, en meiri bjór að drekka?.

Skýrsludagurinn dökki

 Þrátt fyrir allt og á hverju sem gengur; - í morgunsól og mildum þey við Pollinn:Þjóðin hugsar um harma sína og helvítis bölvað stand.Frábært að sólin skuli skínaá  skelfingarinnar land.

Morgunregn á Akureyri

 Í tilefni dagsins; - sem fer vel af staðDagurinn byrjar með dropandi regn,drunginn frá nóttinni víkur,sólin hún bíður en brýst senn í gegnog bjartsýnin engan svíkur.

Dýrðardagur og loforð um vor í vændum

 Gekk út áðan; - spegilsléttur Pollurinn og bjart í skýjum og í tilefni þessa dýrðardags:Glampar á himni birtan blíð,boðar vissu slíka,að vorið færir varma tíð,og von um gæfu líka.

Sól á tindum í morgunsár . .

 Það skein sól á tinda strax klukkan 7 í morgun hér fyrir Norðan:  Sólin gyllir hvíta kolla fjalla, kallar bros á vör og ljóma´á skalla,Fallegra á morgni verður valla,vera hér við Pollinn heillar alla.

Fuglar hefja flug . . til lands

 Nú fagna ég hverjum fugli sem lendir,  af flugi með hlýjum vindi,Þeim góðu dögum sem Guð mér sendir, að glæða nýtt líf og yndi. Ég hef tekið þá bjargföstu ákvörðun að halda með fegurð náttúrunnar, vorinu og ástinni og láta ekki pólitíska heimsku og illgirni spilla lífi mínu.

Gamlar minningar - lítils drengs

Lausamjöll:   Þessi hvíta kalda ysja,leggst yfir allt – og bíður-                                eftir vindi stundum dögum samanógnandi.  Svo allt í einu             skellur hann áog allir vegir lokast  Úti hestar og kindur - og pabbi ekki heima.