Fréttir

Nú reynir á okkur öll

 Til að stöðva yfirgang og ofbeldi á heimilum og innan fjölskyldu, uppræta einelti í skólum og á vinnustöðum - - og hemja valdníðslu og ofríki fjármálaaflanna í samfélaginu ;-           þarf skilning og vit, það þarf góðvlija og kjark en umfram allt annað þá þarf staðfastan ásetning og úthald – því órétturinn lætur ekki undan sjálfviljugur.

Mývetningur villist til Akureyrar

Síðdegið kemur oft á óvart.  Á leið heim í dag ók ég venjulega leið - - út frá Kaupvangsstræti og frá Torfunefinu og áleiðis að Höffnersbryggju.   Var ekki kominn nema hálfa leiðina þegar ég tók eftir því að húsandarsteggur hvimaði óöruggur við fjöruborðið.