Fréttir

Benedikt býður ykkur velkomin

Nú er sem sagt komið að því að ég kynni mig hér á heimasíðunni.   Í liðinni viku birtust fyrstu auglýsingar mínar í Dagskránni og Extra.  Þar lét ég nægja að birta myndir af mér - en nafnið mitt kom ekki fram með beinum hætti.

Prófkjör - varnarbandalög

Nú er vertíðin hafin.  Samfylkingin hefur ákveðið opið prófkjör í öllum kjördæmum - fyrir utan NA-kjördæmið.   Póstkosning kann að hafa haft ýmsa kosti áður og fyrrum en mörgum þykir sem nær hefði verið að leggja af stað með rafræna kosningu á vefnum í þetta skipti - þar sem það er árið 2006.

Sækist eftir 1. sæti

Ég hef ákveðið að sækjast eftir 1.sætinu á lista Samfylkingarinnar við Alþingiskosningarnar 2007.    Sú ákvörðun var tekin eftir að mér varð ljóst að það voru ekki bara fáeinir nánir vinir mínir og samstarfsfélagar sem vildu sjá endurnýjun á framboðslista SF í kjördæminu - heldur er raunveruleg eftirspurn á Akureyri og miklu víðar.