Benedikt býður ykkur velkomin

Nú er sem sagt komið að því að ég kynni mig hér á heimasíðunni.   Í liðinni viku birtust fyrstu auglýsingar mínar í Dagskránni og Extra.  Þar lét ég nægja að birta myndir af mér - en nafnið mitt kom ekki fram með beinum hætti.  Af þessu skapaðist áhugaverð umræða meðal kunnugra og minna kunnugra, en hugmyndin virtist vekja athygli.

Það er mikilvægt fyrir frambjóðendur í prófkjöri að ná eyrum og augum kjósenda og  líklegra kjósenda.   Þegar vel tekst til þá er með slíkum hætti mögulegt að fjölga þeim sem skrá sig í stjórnmálaflokkana.   Á næstu vikum vænti ég þess að geta kynnt það hver ég er og fyrir hvaða stefnu og sjónarmið ég get unnið.   Það er ósk mín að sem flestir íbúar NA-kjördæmis finni svör við spurningum sínum og að hjá þeim kvikni áhugi á að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar.  Til þess að taka þátt þurfa kjósendur að skrá sig í flokkinn í síðasta lagi 17 október.   Þeir sem eru á skrá Samfylkingarinnar þann dag munu fá senda kjörseðla og kynningargögn sem þeir síðan þurfa að setja í póst í síðasta lagi 31. október nk.