Fréttir

Ríkisstjórnin spyr rangra spurninga; og svörin verða eftir því

Nú er komið í ljós að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa afhjúpað að það var engin viðbragðsáætlun til að koma í veg fyrir það högg í efnahag landsmanna sem fall WOW hefur í för með sér. Það er eðlilegt að virkja "viðbragðsáætlanir" gagnvart ófyrirsjáanlegum náttúruhamförum - og alveg sérstaklega ef ekki var hægt að spá fyrir um þær. Það er hins vegar allt annað mál með rekstrarstöðvun WOW sem var búið að hafa sýnilegan aðdraganda í meira en 8 mánuði - - og vera í öllum fjölmiðlum í meira en 6 mánuði.