Ríkisstjórnin spyr rangra spurninga; og svörin verða eftir því

WOW
WOW

Ef spurt er;  á að bjarga Skúla Mogensen úr rekstrarvandræðum?

eða;  á ríkissjóður að greiða tap af óráðssíu einkafyrirtækja?

eða; á almenningur að standa undir niðurgreiðslu á farmiðum milli Evrópu og Ameríku?

 

Þá verður hið augljósa svar alltaf það sama:  stórt NEI

 

Sé hins vegar spurt;  hversu mikið er vægi WOW í farþegaflutningum til og frá Íslandi?

og; eru einhver önnur flugfélög sem geta stigið inn með auknu sætaframboði á næstu vikum?

til viðbótar; hversu stórt högg verður það fyrir atvinnustigið og hversu víðtækar afleiðingar verða af samdrætti vegna brotthverfs WOW?

 

Þegar það liggur fyrir að allt að 30% af ferðamönnum sem hugðust koma til Íslands 2019 áformuðu flug með WOW.

Þegar það er þar með staðreynd að Boeing B-Max vandamálið hefur kyrrsett hundruð flugvéla hjá samkeppnisaðilum  - þá munu litlar sem engar líkur á að hægt verði að bjóða nýtt sætaframboð sem fyllir upp í skarð eftir WOW.

Þegar það liggur nokkuð ljóst fyrir 3000 manns missa vinnuna strax eða mjög fljótt við gjaldþrot WOW -  og efnahagsleg dómínóáhrif munu vara út allt árið 2019 og til 2020 eða 2021.

Þegar fyrir liggur að þekking starfsmanna, gagnvirki fyrirtækis og 7 ára  reynsla WOW mun nánast fuðra upp við gjaldþrot -  þá eru  almanna hagsmunir í húfi.

Þegar slíkum spurningum hefur verið svarað þá;

spyrja menn; hvað þarf að gera til að viðhalda efnahagslegum verðmætum og vernda fjölskyldur og samfélög fyrir afleiðingum gjaldþrots WOW?

Og svo gera menn það -  en skítt með Skúla