Fréttir

Engjaheyskapur . . og draumar drengs

   Á heitum dögum snemma sumars voru drengir kotrosknir við stífluverk með piltum – og lögðu grunn að sprettu á flæðilandinu Eftir fyrsta slátt var svo farið á engjar leirlykt úr sundum, léttur sláttur fyrir viðvaninginn Skáraði breiðar með orfinu en hann hafði vald á .

Síðsumarstemming sveitadrengs á mölinni (22.ágúst 2011)

undir haust er Vaðlaheiðin virkilega græn,vorið kom jú seint; - og skafl í brúnum,og bændur dreymir enn um að lömbin verði væn,þó væru sífelld hret - og kal í túnum.

Ég og hún

 ..þegar ég hugsa til þess hverjir voru um sextugt þegar ég var unglingur þá dásama ég aftur og aftur hversu góða ævi ég hlýt að eiga..og þegar ég man eftir því að ég er ekki lengurbara tuttugu og fimm.

Iðjuleysi

  Marga daga langar hann til að gera ekkert, hugsa ekkert og heyra ekkert...eða með honum vakir að minnsta kosti einhver draumur um afslappað iðjuleysi -        - - Merkilegt hvað er svo sársaukafullt að geta ekki gert nokkurn skapaðan hlut, af því sem þó var á dagskrá og það dugar ekki allt heimsins parkódín forte nema rétt til að slá á líkamans kvalir  .