Engjaheyskapur . . og draumar drengs

 


 

Á heitum dögum snemma sumars voru drengir kotrosknir við stífluverk með piltum – og lögðu grunn að sprettu á flæðilandinu

Eftir fyrsta slátt var svo farið á engjar

leirlykt úr sundum, léttur sláttur fyrir viðvaninginn

Skáraði breiðar með orfinu en hann hafði vald á  . . eins og pabbi

Dregið upp ur bleytunum og mokað á vagn

Flutt heim í Kvíasund

 

Nýja Deutz dráttarvélin var öflugri fyrir vagninum

Líka hægt að slá með skúffu og komast yfir mikið - á þurrari bökkunum

 

Kallinn vild alltaf heyja í mestu bleytunum í Spíldunni eða Garðsengi

- - var kannski betri með orfið en á dráttarvélinni

Drengurinn skildi ekki þessa fastheldni en  langaði í stærra tún og var tilbúinn að vinna á dráttarvélinni allan sólarhringinn - - ef hann bara ætti land til að plægja og herfa.   Hefði svo gjarna viljað eignast jarðýtu strax tólf ára

 

Mývargurinn lagðist yfir í síðdegismollunni – og beit – þá var drengurinn farinn að reykja pípu eins og kaupamaðurinn sem var hér um árið – og dráttarvélin keyrð á fullum snúning í lágadrifinu- -

 

Bleikjan og engjaheyið var hrist saman við - - og borið á garðann um miðjan vetur

ærnar átu af lyst - - enda ekki mikið gefið á þeim mögru árum - - og alltaf kal í túnum

 

Þó liðin séu meira en fjörutíu ár man ég þetta endalaus puð - -  fasta dráttarvél eða vagn í keldu - - mikið djöfull varð maður feginn þegar þessu sleppti og kallinn var ekki lengur að bauka með orf og ljá þegar hægt var að hendast yfir margfalt meira – á túnum út um alla sveit.