Fréttir

Fuglar hefja flug . . til lands

 Nú fagna ég hverjum fugli sem lendir,  af flugi með hlýjum vindi,Þeim góðu dögum sem Guð mér sendir, að glæða nýtt líf og yndi. Ég hef tekið þá bjargföstu ákvörðun að halda með fegurð náttúrunnar, vorinu og ástinni og láta ekki pólitíska heimsku og illgirni spilla lífi mínu.

Gamlar minningar - lítils drengs

Lausamjöll:   Þessi hvíta kalda ysja,leggst yfir allt – og bíður-                                eftir vindi stundum dögum samanógnandi.  Svo allt í einu             skellur hann áog allir vegir lokast  Úti hestar og kindur - og pabbi ekki heima.

Í tilefni daganna

  afmælisdrengurinn  -  58 ára í dagÉg kvartaði í gær yfir kaunum og sárum, og kveinaði rétt eins og mær, ég fagna í dag mínum fjölgandi árum, en ég fæddist þó næstum í gær.

Forsætisráðherra skemmir fyrir sér . . .

 Hef verið verulega hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra kaus að ræða veikleika ríkisstjórnarinnar.Katta-kenningin (að smala köttum) er að sjálfsögðu tekin illa upp hjá Vinstri Grænum  - og slíkt átti ekki að koma á óvart.

Það er ekki allt ömurlegt - -

 Þrátt fyrir allt: 26.mars 2010: Það er ömurleg póltík - það er skelfilegt að heyra uppstillingu fjölmiðlanna - í hanaslag; kellingar að rífast í sjónvarpinu...og veðurspáin frekar fúl fyrir Akureyri og nágrenni.

Þrátt fyrir allt

 Slabbið og morgungráminn gæti lagst þungt á mann, -  ef ekki væri þessi vissa: Snjórinn verður brátt á burtu rekinn,og bjarmi sólar drífur skýjafar.Og ástin verður aldrei aftur tekin, sem eiginkonu minni helguð var.

Þrátt fyrir kulda og krap

  Brugðist við aðstæðum Það er snjóhraglandi og krapahrat á jörðu.  Ekki sérlega upprifinn dagur á Akureyri.Þó dagurinn byrji með kulda og krapog hvimleiðar fréttir af háska,og þrátt fyrir vexti og voðalegt tap,- er vorið samt handan við páska.

Að elska

 Að elska er eins og að sitja við vatn á vori,með sól og dúnlétt ský á himninum.Mýktina í golunni og látbragð fuglanna fanga ég í sál minni - og færi þér. (Ort til frú Helgu - eitt vetrarkvöld - og allt af sama tilefni).

Morgunmugga - en bjartsýnn þó

 Í tilefni af morgun-muggunni (með kv-framburði Norðlendingsins) - með jákvæðum huga þó!Detta úr lofti kornin hvít, hvert eru vorský fokin? Blíðu og sól í bjarma lít, bak við augnalokin.

Lítill drengur og fugl

   (Smella til að spila hljóð) Hávellan – þessi fugl bernsku minnar,með sitt a..a..og álla  og a.a.a.aaa...Fyrstu merki vors í háfjallasveit, steggirnir sveifla stélfjöðrum,vakrir  og flögra, stinga sér undir vatnsborðið og bægja öðrum frá, af grimmd, bresta á flug og eltast – a.