Græðgi er raunverulega höfuðsynd

 

Hrunið og eftir-hrunstímabilið á Íslandi ætti sannarlega að hafa fært okkur heim sanninn um að peningar breyta aldrei  venjulegum frekjudalli í vitsmunaveru.  

 

Vendingar síðustu daga sanna einnig með ótvíræðum hætti að græðgi einstaklinga er miklu sterkara afl en svo að minniháttar gjafir af illa fengnu fé geti gert skúrkinn að góðviljaðri manneskju.

 

Hefur einhver útrásarpáfi, kvótakóngur  eða fjáraflamaður látið “eigið fé” sitt af hendi rakna til mannúðar og samfélagsverkefna?