Fréttir

Haust og myrkur

Haustregnið streymir af meira hamsleysi en skynsamlegt getur talist..og hundurinn fer ekki út ótilneyddurum miðja nótt vakna ég við gnauð í glugga og vindhljóð undir hurð Þegar ég lít út í morgunskímu eru  fjöllin snævi þakin og hestar standa í höm í snöggum beitarhögum sumarsins.

þegar rignir á hausti

Stundum óskar maður sér að það fari nú að rigna..en venjulega þegar rignir bíðum við eftir að það stytti upp.-- Haustrigning reynir á þolrifin og sérstaklega þegar við sjáum slyddu í spánni -        Jafnvel klaka á rúðum og reiknum með hálku í morgunmálið   Svo er mér alltaf skítkalt á höndunum og með hornös.

Septemberkyrrðin

á björtum septemberdögum undirstrikar spegilsléttur vatnsflöturinn  þessa kyrrð sem aldrei er jafn sterk og afgerandi eins og við vatn..og hljóð fuglann heyrist langar leiðir.

. . á tilfinningunni

stundum finnst mér eins og ekkert gerist án þess að ég leggi þar að mörkum,, ,...og einstaka sinnum er ég alveg viss.

þegar gránar í fjöll

  þegar gránar í fjöll og kvöldin eru dimmrifjast upp gamall hrollur ..  auðvitað á maður peysu og ullarsokkaen maður fer nú ekki í það alveg ótilneyddur. .

Engjaheyskapur . . og draumar drengs

   Á heitum dögum snemma sumars voru drengir kotrosknir við stífluverk með piltum – og lögðu grunn að sprettu á flæðilandinu Eftir fyrsta slátt var svo farið á engjar leirlykt úr sundum, léttur sláttur fyrir viðvaninginn Skáraði breiðar með orfinu en hann hafði vald á .

Síðsumarstemming sveitadrengs á mölinni (22.ágúst 2011)

undir haust er Vaðlaheiðin virkilega græn,vorið kom jú seint; - og skafl í brúnum,og bændur dreymir enn um að lömbin verði væn,þó væru sífelld hret - og kal í túnum.

Ég og hún

 ..þegar ég hugsa til þess hverjir voru um sextugt þegar ég var unglingur þá dásama ég aftur og aftur hversu góða ævi ég hlýt að eiga..og þegar ég man eftir því að ég er ekki lengurbara tuttugu og fimm.

Iðjuleysi

  Marga daga langar hann til að gera ekkert, hugsa ekkert og heyra ekkert...eða með honum vakir að minnsta kosti einhver draumur um afslappað iðjuleysi -        - - Merkilegt hvað er svo sársaukafullt að geta ekki gert nokkurn skapaðan hlut, af því sem þó var á dagskrá og það dugar ekki allt heimsins parkódín forte nema rétt til að slá á líkamans kvalir  .

Við mitt heygarðshorn

þegar morgunþokan smýgur milli skinns og hörunds,er gott að geta hallað sér aftur og sagt;"þú skalt ekki halda að ég sé búinn að gleyma góða veðrinu sem var hér í gær"- - og vona að aukið gagnsæi hleypi sólargeislunum alla leið til mín - því þá verður ekki að sökum að spyrja.