Septemberkyrrðin

á björtum septemberdögum undirstrikar spegilsléttur vatnsflöturinn  þessa kyrrð

 sem aldrei er jafn sterk og afgerandi eins og við vatn

. . og hljóð fuglann heyrist langar leiðir . . .

samt er það haust-jarmur feitra gimbra sem sest í skilningarvitin

og einstaka köll og hó frá bæjum þar sem er alltaf verið að smala.

 . . .  

Í björtu síðdeginu hitti ég hreykinn bónda - á böldnum tamningafola -

 þeir voru á síðasta rekstrarleggnum að Hraunsrétt. 

Bóndinn var góðglaður og ánægður með sitt, - benti mér á börnin sín fjögur sem öll fengu að taka þátt í rekstrinum - sú yngsta að vísu í bílstól.   

Þetta var auðvitað bara dýrðlegt -

 Og gamli bóndinn heima í fjósi að mjólka - - hann er hvort sem er svo oft búinn að fara í Þeystareykjagöngur.