Haust og myrkur

Haustregnið streymir af meira hamsleysi en skynsamlegt getur talist

. . og hundurinn fer ekki út ótilneyddur

um miðja nótt vakna ég við gnauð í glugga og vindhljóð undir hurð

Þegar ég lít út í morgunskímu eru  fjöllin snævi þakin og hestar standa í höm í snöggum beitarhögum sumarsins.

Seinnipartinn í gær var samt sumarþeyr og maður svitnaði - í föðurlandinu.

Nú er sjórinn úfinn og hálka á Víkurskarðinu

og ég mátti rétt þakka fyrir að komast klakklaust glerhála beygjuna

- "allir á hættu" eins og í bridge - getur maður sagt.

Einhverra hluta vegna duttu mér jarðgöng í hug.