Hrópandinn . .

Samfylkingardrama - - -

Búinn að sækja fund eftir fund,

Stundum fullur vandlætingar og gagnrýni

En oftar áhugasamur um framfarmálin

Og hrópandi á róttækar aðgerðir jafnaðarmanna til að efla almannahag

-        - - lengstaf fyrir dauðum eyrum eða tómum sal

-        Þá sjaldan sem innvígðir hafa hlustað lítur þar hver á annan

-        og andlitin segja; „byrjar hann enn, - - ætlar maðurinn aldrei að skilja að hér hefur öllum hlutverkum verið ráðstafað fyrir handgengið fólk.“

Upp á síðkastið hef ég einbeitt mér að því að fylgjast með fuglunum; - með þeim finn ég samkennd. . 

ég get bæði sungið, vaðið og synt og sætti mig alveg við að geta ekki flogið.