Á Grænavatni

 

Ég man þegar við strengdum vírnetið með dráttarvélinni

- og kallinn var á nálum um að girðingin mundi slitna í vetrarfrostum.

 

Nú er hliðið ónýtt og margir staurar brotnir og fokið undan í Kambinum

 

Líklega hef ég verið of lengi í burtu - - 

- samt sæki ég staura og sleggju - þó mér endist kannski ekki birtan.