Borginmannlegur í gúmmískóm og of mikið vatn

 

Vappaði borginmannlegur í gúmmískóm

– með sokkana utanyfir

og þó það væri farið að hlýna þá var drengurinn

samt í peysunni og fannst gott að svitna

-        -

Þegar mjólkurbíllinn kom

með fóðurblöndu eða áburð þá lét hann mana sig til að taka poka og stafla af öxl

„Helvíti er strákurinn sterkur og bara 7 ára . .“

Og bílstjórinn brýndi hina. . . og gerði lítið úr þeim

-        -

Á eftir þurrkaði drengurinn af sér svitann og drakk ósköp af þessu dásamleg vatni úr Lindinni.

-        „það er ekki heilbrigt hvernig þú drekkur barn“ , , sagði amma og rifjaði upp hörmungarsögur af einhverjum sem dó löngu fyrir aldur fram - - líklega af því hann drakk alltof mikið af köldu vatni

Seinna rifjast það upp að margir frændur bognuðu í baki og urðu slæmir í mjöðmum

fyrir aldur og einn og einn kvartaði um verki í öxlum - - en létu samt hendurnar hanga - - dag eftir dag . . .

. . og líklega voru pokarnir alltof þungir fyrir drenginn sem seinna finnur til í baki og mjöðmum – en mundi samt gera þetta allt aftur . . . .