Fréttir

Lokaspretturinn

Nú er ekkert sem heitirBenedikt í 1.sætið.

1. sætið

Nú er komið að því kjósendur góðir  - að velja forystu fyrir landsbyggðina.   Í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi er tækifæri til þess að leggja að mörkum til að skapa landsbyggðinni slagkraft.

Hafa samband - og kjósa

Kjörgögn í prófkjörinu verða borin út næstu daga og þið sem ekki fáið atkvæðaseðla - en höfðuð skráð ykkur - þurfið endilega að láta vita.   Við lítum þannig á að kjörskráin sé opin - amk.

Vandamál með kjörskrána

Í ljós hefur komið að alvarlegur vandi hefur verið með skráningu í Samfylkinguna.  Nokkur fjöldi fólks sem skráði sig í gegnum vefskráningarsíðu flokksins kemur ekki fram kjörskránni.

Húsavík fórnað - fyrir hvern?

Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að hefja hvalveiðar er í meira lagi umdeilanleg.   Hún er líka tekin og kynnt án þess að undirbúningur hafi farið fram og þeir hagsmunir sem í húfi kunna að vera hafi verið vegnir og metnir fyrir opnum tjöldum.

Kjörskrá lokuð

Kjörskrá Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi hefur verið lokað.  Nú á næstu dögum fá skráðir félagar kjörgögn send til síns heima.    Mikilvægt er að allir nýti sér réttinn til að kjósa og láti ekki sitt eftir liggja.

Heilbrigðislögin - aðför að landsbyggðinni!

Fyrir nokkrum mánuðum kynnti ríkisstjórnin frumvarp að breyttum heilbrigðislögum.   Þar kemur fram afar varhugavert viðhorf til þjónustu á landsbyggðinni og þar er ekki síður að finna fráleitar hugmyndir um ráðherraræði og duttlungastjórnun.

Einelti Sjálfstæðisflokksins

Á tveimur síðustu árum hefur það orðið æ augljósara að menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - hefur mismunað háskólastofnunum með ómálefnalegum hætti.

Menntun á landsbyggðinni

Dr.Þóroddur Bjarnason prófessor í Háskólanum á Akureyri flutti fyrirlestur í vikunnu þar sem hann útskýrði ma.flutningsmunstur fólks til og frá Akureyri og velti upp nokkrum vinklum varðandi umsvif ríkisvaldsins til að flytja fólk og fjármunni frá landsbyggðinni til Reykjavíkur.

Vaðlaheiðargöng - hefjumst handa strax

Frá því byrjað var að ræða um Vaðlaheiðargöng fyrir alvöru á árinu 2003 hefur framkvæmdin mætt undarlegu tómlæti hjá yfirvöldum samgöngumála.  Þannig hefur frumkvæði að undirbúningsathugunum allt komið frá heimamönnum og KEA fjármagnaði nær allar rannsóknir sem fram fóru fyrstu 2 árin.