Menntun á landsbyggðinni

Dr. Þóroddur Bjarnason prófessor í Háskólanum á Akureyri flutti fyrirlestur í vikunnu þar sem hann útskýrði ma. flutningsmunstur fólks til og frá Akureyri og velti upp nokkrum vinklum varðandi umsvif ríkisvaldsins til að flytja fólk og fjármunni frá landsbyggðinni til Reykjavíkur.   Það sem vakti mesta athygli mína í greiningu Þóroddar var hvernig nýstúdentar eru dregnir frá landsbyggðinni - með því að takmarka fjárveitingar til háskóla utan Reykjavíkur.   Þóroddur fylgdi síðan málinu eftir með grein í Vikudegi í gær (12.10.2006).

Ég bregst við þessum upplýsingum - (smelltu hér - fyrir video)

Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur beitt endurteknum niðurskurði gagnvart framhaldsskólum á landsbyggðinni - og ekki síst gagnvart Háskólanum á Akureyri.  Því miður verðum við að viðurkenna að bæjaryfirvöld hér á Akureyri hafa ekki gert nokkurn hlut sem máli skiptir til varnar framhaldsskólum í bænum - eða HA fram að þessu.  Bæjarstjórinn (Kristján Þór) er nú kominn á flótta frá vondum málum í bænum og við verðum að treysta því að hér verði  breyting á  - þar sem Samfylkingin er komin í meirihluta. 

Fram þessu hafa hins vegar þingmenn NA-kjördæmis verið afar áhugalausir um að bregðast við til sóknar fyrir HA og sorglegt að heyra að Halldór Blöndal - eigni sér meira og minna stofnun skólans á sínum tíma.  Hann hlýtur þá að eigna sér um leið það "einelti" sem Sjálfstæðisflokkurinn og einkum Þorgerður Katrín heldur uppi gagnvart Háskólanum á Akureyri  - sem skýrast má lesa út úr fjárlögum 2006 og fjárlagafrumvarpi 2007 - þegar bornar eru saman fjárvetingar til allra háskólanna.  Hvernig ætli standi annars á því að Háskólinn í Reykjavík hefur fengið aukningu umfram alla aðra skóla - og gerir auk þess út á skólagjöld sem eru fjármögnuð úr ríkissjóði í gegn um LÍN?´

Málsvörn fyrir menntastofnanir á landsbyggðinni hefur því miður ekki verið skörp á síðustu missirum - og þar hefur stjórnarandstaðan ekkert verið að skora.  Þessu verðum við að breyta - og byrjum á því að skoða hver þróunin hefur verið.     Nánar á morgun.