Vandamál með kjörskrána

Í ljós hefur komið að alvarlegur vandi hefur verið með skráningu í Samfylkinguna.  Nokkur fjöldi fólks sem skráði sig í gegnum vefskráningarsíðu flokksins kemur ekki fram kjörskránni.   Á sama tíma virðist vera að "hópskráning" hafi reynst hnökralaus eftir farvegi kjörstjórnarinnar (sem auglýstur hafði verið).  Það er eins og hver önnur tilviljun að við einstakir frambjóðendur komum auga á að þarna vantar fólk sem við horfðum á skrá sig - eða skráðum sjálf - og sáum menn boðna velkomna á skjánum.

Mikilvægt að  þið sem treystuð opnu skráningarferli Samfylkingarinnar og fóruð í gegn um heimasíðu flokksins látið okkur frambjóðendur vita - þannig að við getum gengið úr skugga um að þið séuð á kjörskránni og munið þannig fá kjörgögn.

Viðbót kl.21.30   - staðfest er að um vanstillingu var að ræða í skráningarsíðu Samfylkingarinnar.   Skora því enn og aftur á ykkur sem reynduð að nota siðuna sl. 6 vikur að hafa samband.  Bíð eftir nánari viðbrögðum stjórnar kjördæmisráðs og prófkjörsnefndar til að lágmarka skaðann.

Hér er á ferðinni afar leiðinlegt mál - sem mikilvægt er að profkjörsnefndin og stjórn kjördæmisráðsins takist á við af hreinskiptni.  Trúverðugleiki er í húfi - og Samfylkingin í NA-kjördæmi þarf á öllu öðru meira að halda heldur en að kjörskránni sé ekki treystandi.

Skora ég á ykkur sem notuðuð - eða hugðust nota - heimasíðuna og tenglana sem við vísuðum ykkur á að láta vita af ykkur og staðfesta hvort þið eruð á kjörskrá eða ekki.  Við munum að sjálfsögðu freista þess að fá Samfylkinguna til að leiðrétta þessi mistök eða bilun - sem kann að vera í kerfinu hjá flokknum.

Við vorum reyndar búin að fá grun um þetta - og haft var endurtekið samband við aðalskrifstofu flokksins sem taldi að allt væri  í besta lagi eða komið í lag.

bensi@bensi.is

869-6680 - heimasími 462-4661

(460-8405)