Einelti Sjálfstæðisflokksins

Á tveimur síðustu árum hefur það orðið æ augljósara að menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - hefur mismunað háskólastofnunum með ómálefnalegum hætti.   Háskólinn á Akureyri hefur borið afar skarðan hlut frá fjárveitingum og viðskiptum við menntamálaráuneytið.   Þannig hagar til að rektor HA er eini háskólarektorinn sem sækir allt sitt umboð beint og óbeint til menntamálaráðheraa - og talar þannig ekki sjálfstæðri röddu.  Háskólinn á Akureyri er með öðrum orðum hálfgert útibú frá ráðuneytinu fyrir Sunnan.  Mismunun háskólanna gengur nú svo langt að ég leyfi mér að kalla það einelti sem Háskólinn á Akureyri sætir - og bitnar á nemendum HA, stjórnendum skólans og öllum starfsmönnum.      HÉR MÁ SJÁ HVERNIG ÞETTA LÍTUR ÚT NÁNAR

Þessa dagana eru fjarnemar og framhaldsnámnemendur við störf á vettvangi í Háskólanum á Akureyri.  Við sem sinnum þeirri kennslu verðum ákaflega vel vör við það hversu mikla þýðingu þetta sveigjanlega námstilboð hefur fyrir fjölda fólks.    Hér kemur saman fólk frá ótal byggðarlögum og nokkuð fjölmennur hópur sem býr og starfar á Stór-Reykjavíkursvæðinu - og sækir miðstöðina hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar.    Í einu og sama námskeiðinu er ég td. að kenna fólki til 12 staða - um allt land og auk þess sitja nemendur í stofunni hjá mér.   

Þetta leyfi ég mér að nefna til að undirstrika það að starfsemi Háskólans á Akureyri er ekki með neinum hætti einkamál eða sérmál fyrir Akureyri.  Háskólinn á Akureyri þjónustar landsbyggðina alla og fjölmennan hóp fólks sem býr á Reykjavíkursvæðinu.

Háskólinn á Akureyri er ung stofnunn - sem þarfnast vaxtar og eflingar gagnvart rannsóknum og breikkun á námstilboði.   Á landsbyggðinni eru einungis 15% af þeim háskólaplássum - sem íslenska ríkið býður upp á.  Þar er þörf fyrir fjölgun og vöxt - líka til samræmis við skattheimtuna og íbúafjöldann eins o hann dreifist um landið.

Þessi þróun sýnir auðvitað hvern hug Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn - í ríkisstjórn Geirs Haarde (skattakóngs) - ber til landsbyggðarinnar og menntunar landsbyggaðarfólks yfirleitt.   Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sjálfstæðisflokkurinn skuldar kjósendum skýringar á því hvers vegna í ósköpunum Háskólinn í Reykjavík  - fær svona sérstaklega ríkulegar fjárveitingar frá árinu 2005.  Getur verið að það séu einhver lítt dulbúin tengsl þar á milli?