1. sætið

Nú er komið að því kjósendur góðir  - að velja forystu fyrir landsbyggðina.   Í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi er tækifæri til þess að leggja að mörkum til að skapa landsbyggðinni slagkraft.    Akureyri er langstærsti og öflugasti byggðakjarni utan höfuðborgarsvæðisins - og þaðan þarf frumkvæði að jákvæðri uppbyggingarstefnu að koma.   Samfylkingin  vann góðan sigur í bæjarstjórnarkosningum sl. vor og hafði lykilstöðu við myndun meirihluta.   Það varð ýmsum vonbrigði að Kristján Þór skyldi framlengdur sem bæjarstjóri  - í umboði Samfylkingarinnar - og frá því samstarfið hófst hefur allt of mikill tími bæjarfulltrúanna farið í að glíma við klúður frá Kristjáni.   Sumt af því verður ekki auðleyst - t.d Vaxtarræktarmálið á sundlaugarsvæðinu.   Það væri allt annað en heppilegt framhald ef Samfylkingin í NA-kjördæmi afhendir síðan Kristjáni Þór - einum óskipt hlutverk málsvara fyrir Akureyri og leiðtoga fyrir kjördæmið um leið.  

Samfylkingarfólk: Komum okkar málum á dagskrá milliliðalaust

Heiti á ykkur til stuðnings: Merkið við Benedikt í 1. sæti