Fréttir

7.maí 2011 í Grænavatnsengjum

 Allt er hverfult Engið er þurrt og víðirinn fúinn,- - og ekkert sem fyrrþað er meira að segja óþarft að vera í stígvélum.Hér var áður flóð á hverju vori -djúpir kílar og sandbleytur,sem maður vissi fyrir víst að væru botnlaus og mann hryllti við sögnum af hestum sem ógnin svelgdiog knöpum sem aldrei urðu samir menn.

Vorstemmingin

 ‎..á svona dýrðlegum morgni við Pollinn / er ég næstum því steinhissa á /að fuglarnir skuli ekki kasta af sér hamnum /og stinga sér allsnaktir til sunds../  Kannski betra svona - - Á svona dýrðlegum morgni við vatnið,veit ég næstum því fyrir víst að,fuglarnir helst vilja fleygja af sér hamnum og fara allsnaktir í sitt daglega bað.

KEA á krossgötum

 Samvinnufélög – til hvers? Fyrstu ca.70 ár síðustu aldar voru stofnuð samvinnufélög um allt land.   Sparisjóðir í formi (lokaðra) gagnkvæmra félaga störfuðu í fjölmörgum  byggðarlögum og þjónuðu einnig tilteknum starfsgreinum.

Brynhildur frænka mín kvödd

 Brynhildur Þráinsdóttir kennari, f.26.07.1951Fréttin af andláti Brynhildar frænku í Torfunesi kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þó ég hefði vitað að ekki væri endilega allt í besta lagi með  heilsufarið um tíma.

Er framtíð eftir ICESAVE 3 ?

 Kaflaskipti í stjórnmálum eftir ICESAVE 3   Stjórnmálin verða að bregðast við þeirri niðurstöðu sem fyrir liggur.  Ekki tókst að vinna fylgi við ”hófsama samningslausn” í málinu, enda lítið talað fyrir henni og málflutningurinn var meira og minna í upphrópunum og illa grunduðum heimsendaspám og hótunum.

Nú reynir á okkur öll

 Til að stöðva yfirgang og ofbeldi á heimilum og innan fjölskyldu, uppræta einelti í skólum og á vinnustöðum - - og hemja valdníðslu og ofríki fjármálaaflanna í samfélaginu ;-           þarf skilning og vit, það þarf góðvlija og kjark en umfram allt annað þá þarf staðfastan ásetning og úthald – því órétturinn lætur ekki undan sjálfviljugur.

Mývetningur villist til Akureyrar

Síðdegið kemur oft á óvart.  Á leið heim í dag ók ég venjulega leið - - út frá Kaupvangsstræti og frá Torfunefinu og áleiðis að Höffnersbryggju.   Var ekki kominn nema hálfa leiðina þegar ég tók eftir því að húsandarsteggur hvimaði óöruggur við fjöruborðið.

Benedikt sæmdur gullmerki ÍSÍ og gullmerki Sundsambandsins

Um helgina fór í til höfuðborgarinnar.  Aðalerindið var að mæta á 60 ára afmælisþing Sundsambands Íslands.     Siggeir Siggeirsson og Benedikt Sigurðarson voru sæmdir gullmerki ÍSÍ.

Yfirgangur einlitrar orðræðu: hjarðhegðun og eyðilegging

Benedikt Sigurðarson 9.febrúar 2011 Síðustu missirin hefur Ísland verið undirlagt af Hruninu stóra og eftir-Hruninu.   Hrunið var samt ekki neitt sem varð bara sisvona á einum degi - - heldur ferli sem átti sér langan aðdraganda og niðurleiðin hófst sennilega með Dönsku-kreppunni strax á árinu 2006 þegar grannt er skoðað.

Græðgi er raunverulega höfuðsynd

 Hrunið og eftir-hrunstímabilið á Íslandi ætti sannarlega að hafa fært okkur heim sanninn um að peningar breyta aldrei  venjulegum frekjudalli í vitsmunaveru.     Vendingar síðustu daga sanna einnig með ótvíræðum hætti að græðgi einstaklinga er miklu sterkara afl en svo að minniháttar gjafir af illa fengnu fé geti gert skúrkinn að góðviljaðri manneskju.