Fréttir

Menntun á landsbyggðinni

Dr.Þóroddur Bjarnason prófessor í Háskólanum á Akureyri flutti fyrirlestur í vikunnu þar sem hann útskýrði ma.flutningsmunstur fólks til og frá Akureyri og velti upp nokkrum vinklum varðandi umsvif ríkisvaldsins til að flytja fólk og fjármunni frá landsbyggðinni til Reykjavíkur.

Vaðlaheiðargöng - hefjumst handa strax

Frá því byrjað var að ræða um Vaðlaheiðargöng fyrir alvöru á árinu 2003 hefur framkvæmdin mætt undarlegu tómlæti hjá yfirvöldum samgöngumála.  Þannig hefur frumkvæði að undirbúningsathugunum allt komið frá heimamönnum og KEA fjármagnaði nær allar rannsóknir sem fram fóru fyrstu 2 árin.

Jarðgöng á Austurlandi

Jarðgöng á Austurlandi hafa verið til skoðunar. Samgöngur innan svæðisins þarf að efla til þess að mynda sterkari kjarna eða miðju - sem ber uppi meiri þjónustu og öflugra samskiptaumhverfi.

Tónlistarveisla í Akureyrarkirkju

Regla Musterisriddara fékk KEA til samstarfs um að bjóða til tónlistarveislu í Akureyrarkirkju í gærkvöldi.  Listamenn af heimavelli okkar hér á Akureyri gáfu vinnu sína við tónleikana.

Ný byggðastefna - sókn fyrir landsbyggðina

Hugtakið byggðastefna hefur á síðustu árum fengið á sig neikvæðan blæ - og verið tengt mistökum og jafnvel spillingu og fyrirgreiðslupólitík í sinni verstu mynd.   Mikilvægt er að ná umræðunni upp úr slíku fari.

Anna Gunnarsdóttir - til hamingju

Sá fréttir á N4  bæjarsjónvarpinu þar sem rætt var við hana Önnu Gunnarsdóttur.  Hún er virkilega að gera það gott með sinni fatalínu - með silki, ull og fiskroði.

Samkeppnishæfni - veikleikar

Iðntæknistofnun dreif skýrslu World Economic Forum um samkeppnishæfni Íslands  í úgáfu.   Flott hjá þeim að koma skýrslunni í umræðuna um sama leyti og Michael Porter var hér að messa.

Góðar viðtökur

Viðtökurnar sem heimasíðan hefur fengið hafa farið fram úr björtustu vonum.   Hafði ekki hugsað mér að reka síðuna sem "blogg" til skoðanaskipta - en sé samt sem áður að það gæti verið áhugaverð nálgun.