Jarðgöng á Austurlandi

Jarðgöng á Austurlandi hafa verið til skoðunar. Samgöngur innan svæðisins þarf að efla til þess að mynda sterkari kjarna eða miðju - sem ber uppi meiri þjónustu og öflugra samskiptaumhverfi. Þannig er helst von um að svæðið í heild byggist upp til framtíðar og nái fljótar jafnvægi eftir það gríðarlega umrót sem nú gengur yfir - einkum á Reyðarfirði og Egilsstöðum.   Ruðningsáhrifin segja til sín í jaðarbyggðunum og við því þarf að bregðast - um leið og það kann að vekja ákveðin vonbrigði að uppbyggingin snertir Neskaupstað og Fáskrúðsfjörð etv. minna en margir vonuðu.   Ríkisstjórnin vanrækir uppbyggingu á heilbrigðisþjónustu og framhaldsskólum - og ekki er nægilega markvisst unnið að því að að efla samgöngur og háhraðasamband og fjölrása sjónvarp nær ekki til nærri því allra í fjórðungnum.   Ég leyfi mér því að kynna hugmynd um gerð jarðganga sem búa til nýjan öxul - sem tengir saman Neskaupstað og Eskifjörð annars vegar við Hérað hins vegar - en þjónar um leið samgönguöyggi Seyðisfjarðar.   Höfundur gaf henni vinnuheitið "Austurkrossinn" - og leyfði ég mér að segja frá henni á kynningarfundi frambjóðenda á Egilsstöðum í gær.   Því miður mættu afar fáir kjósendur á fundinn - - sem gæti bent til þess að menn hafi ekki átt von á stórtíðindum.

Skýrslur RHA frá því 2005 og nánari útfærsla á "fernum göngum" frá júní 2006 eru opnar á vef stofnunarinnar - og hafa gefið tilefni til umræðu og skoðunar.     Sá jarðgangakostur sem tekinn var til nánari útfærslu lofar ekki alltof góðu - og nær tæpast  þeim markmiðum sem verður að setja slíkum stórframkvæmdum.  Í skýrslunum er engu að síður að finna góðan grunn til að vinna útfrá - hugmyndir og nánari útfærslu á einstökum lausnum. Sjá: Skýrslu RHA 2005    Þessu frumkvæði heimamanna um skýrslugerðina ber hins vegar að fagna - en það segir um leið allt of mikið um frammistöðu stjórnvalda, Alþingis og Vegagerðar ríkisins að heimamenn þurfi að kost sjálfir slíka geiningu til þess að fá grunn fyrir umræu og ákvarðanatöku.  Auðvitað þurfum við að krefja Vegagerðina um að forvinna alla samgöngukosti og stilla upp möguleikum til umræðu - þannig að upplýst þátttaka almennings og hagsmunaaðila á heimavelli geti orðið grunnur að hagfelldustu niðurstöðu.

Hugmyndasmiður leggur til að þessi hugmynd verði eftirleiðis kölluð AUSTURSTJARNAN - og vísar að einhverju leyti til þess að "stjarna hefur áður risið í austrinu" - og þannig sé hér verið að boða nýja tíma. 

Hér er að finna TALSETTA KYNNINGU Á Austurstjörnunni (AUSTURKROSSINUM) - sem valkosti í samgöngum á Mið-Austurlandi

(Viðbót seinna: Ekki má heldur gleyma að jarðgöng úr Berufirði í Breiðdal og byggður vegur yfir Breiðdalsheiðina - - mundi stytta bæði Fjarðaleið og leiðina á Hérað og létta á þversögninni með heilsárveg yfir Öxi) 

Ritað 9.október 2006