Flytjum í Klettaborg 12 - á næstunni

Við gömlu hjónin og Týra munum flytja í Klettaborg 12 á næstunni.

Klettaborg_12.jpg

Við erum búin að vera til bráðabirgða með skjól hjá góðum vini okkar Hreini Skagfjörð.  Hjá honum er ekki í kot vísað og lengi rúm í Helgamagrastræti 17.

Þegar við verðum flutt og ég kominn með tölvuhornið á sinn stað þá mun ég hressa upp á vefsetrið www.bensi.is og taka til óspilltra málanna við miðlun á eigin forsendum.

Mér líst þannig á að þörf sé á að láta skarpar til mín taka í umræðunni.