Úrslit á morgun

Talning fer fram á morgun; laugardag 4. nóvember

Gert er ráð fyrir að úrslit liggi fyrir í kvöldfréttum RÚV-sjónvarps um kl. 19:00

Frambjóðendum er bent á að vera til staðar þegar tölur verða birtar í prófkjörinu.  Lagt er upp með að það verði klukkan 18.00 og síðan klukkan 18.30 og reiknað með lokatölum klukkan 19.

Vonandi fylgir þessu einhver spenna hjá fleirum en frambjóðendum og þeirra nánast liði.  Annað væri ekki gott.    Ég er smáspenntur og vona að það sé einhver fiðringur hjá sitjandi þingmönnum og þeim sem skipuðu lista Samfylkingarinnar síðast.  Þeir eiga kannski ekki sætin en eru samt eitthvað að gera því skóna. 

Mikilvægt sennilega að hafa undirbúin svör - og á reiðum höndum - hvernig sem tölurnar birtast; "vissi að það var áhugi fyrir breytingum......   "   "gerði ráð fyrir að þetta væri ekki auðvelt.........."  Kannski gríp ég einhverjar klisjur sem hafa ekki mikið innihald  en ganga alltaf.   "Þakka mínum stuðningsmönnum fyrir hvatninguna og góða vinnu .. ..."  eða "Þetta hefur verið drengileg barátta"  

já; við slípum þetta aðeins og brosum.  Það er allavega mikilvægt að hafa gaman af þessu.   Samt er þetta algerlega grafalvarlegt og hluti af lýræðinu sjálfu og sennilega tæpast við hæfi að grínast með málið.

Ég set inn skilaboð annað kvöld; þegar úrslit liggja fyrir.  Nóg í bili