Uppfærð kosningaspá Bensa

Það hafa orðið sérkennileg tíðindi í pólitíkinni.   Lilja Mósesdóttir hefur næstum yfirgefið flokkinn sem hún stofnaði utan um sig.    Sama hvort það er vegna vonbrigða henna með að fá ekki meira en "fljúgandi start" - - því það var sannarlega það sem hún fékk - - glæsilegar undirtektir í skoðanakönnunum.    Ég þáði meira að segja boð hennar um að setjast með henni á byrjunarstigum og skoða með opnum huga hvort ég gæti átt samleið um slíka flokksstofnun.   Lilja hins vegar virtist lítinn eða engan áhuga hafa á að bregðast við hugmyndum mínum um endurskipulagningu lífeyriskerfisins - - með einum lífeyrissjóði og heldur ekki fyrirvaralausa innköllun allra fiskveiðiheimilda - - og ekki tilbúin að bakka upp stjórnlagaumbætur í neinum jákvæðum farvegi - -  ekki tilbúin til að ræða um að klára heiðarlega samningagerð við ESB - - og láta þjóðina ákveða hvort slíkur samningur yrði samþykktur eða honum hafnað.

Og þótt Lilja hefði boðið mér til samræðunnar þá kaus hún sjálf að vísa mér á sínar "pólitísku dyr" fremur en að taka neina efnislega rökræðu - - og engin rökræða virðist hafa farið fram um annað en hennar eigin hugmyndir eða hennar "pólitísku nær-fjölskyldu."    

Nánast um leið og flokkur Lilju fór að reyna að láta líta út eins og þar væri á ferðinni "pólitískt afl" frekar en "einsmanns-flokkur" - - þá misstu aðspurðir kjósendur áhugann í skoðanakönnunum. 

Um svipað leyti einbeitti hennar fólk sér mest að því að reyna að skíta í hugmyndir og einstaklinga sem vildu freista þess að eiga samstarf við aðra á Alþingi - - og ekki síður að gera lítið úr þreifingum og samræðum fólks sem hafði áhuga á að mynda vettvang með tiltekið umburðarlyndi að leiðarljósi.    Þótt Lilja Mósesdóttir hafi flestum eða öllum fremur fengið athygli - - og prívatviðtöl í mörgum fjölmiðlum þá vældi hún og handgengnir henni margendurtekið um að "hún kæmist ekki að í fjölmiðlum" , , , og hennar flokkur væri ekki tekinn alvarlega.

Nú hefur Lilja endanlega gefist upp á eigin flokki;  hún hafði ekki kjark til að takast á við formennskuna og nú hefur hún hlaupið frá því fólki sem hafði náðarsamlegast komist að fótskörinni og "farið með trúarjátninguna".   

Það var að mínu mati óskynsamlegt af Lilju að hlusta einkum á þá sem ráðlögðu henni einangrunarstefnu og sjálfbirging - - með þröngri stefnumótun  við flokksstofnun.  Vænlegra hefði verið að leita víðtækari "samstöðu"   (svo flokksnafnið yrði ekki strax að öfugmæli)    og stíga afgerandi skref til móts við það fólk sem nú hefur gengið undir "regnhlíf" og stofnað til Dögunar.    

Kannski er Lilja einmitt að víkja af vettvangi eigin flokksstofnunar til að gera það mögulegt að það verði til útvíkkun á Dögun - - eða kosningabandalag?  

Ekki vil ég spilla slíkum samræðum -  - ef menn gengju til þeirra með galopnum huga - - en tæplega sæi ég fyrir mér að Dögunarfólkið muni héðan af henda fyrirliggjandi stefnumótunarvinnu - - til þess eins að kalla til sín það fólk sem nú situr vonsvikið eftir í óstofnuðu Þrotabúi fv. flokks Lilju Mósesdóttur.

Kosningaspáin er talsvert breytt á 2 dögum:  og fjórflokkurinn vex ekki í áliti nokkurs manns sem fylgdist með síðustu dögum Alþingis.

D = 16

S = 11

VG = 6

B = 5 st. fjórflokkur 38

BestiFramtíð = 11

Dögun = 8

Hægri Gr = 6

Samstaða = 0 

Ný framboð = 25

Held svei mér þá að ég verði að hringja í félaga minn sem hefur þá trú að Guðmundur Steingrímsson verði með vorinu þriðji ættleggur forsætisráðherra lýðveldisins Íslands.

Gleðileg jól