Þjóðaratkvæðagreiðsla og forystuleysi ríkisstjórnarinnar

Enn versnar í því varðandi þjóðaratkvæðagreiðslunnar.  Nú vill steingrímur j segja NEI.

Jóhanna talar um "hráskinnaleik" . . . . en veit sennilega ekki alveg hvað það þýðir skv. orðabókinni.

Líklega verð ég að haska mér á kjörstað og segja NEI -  eins og steingrímur.   

Þjóðaratkvæðagreiðsla samkvæmt sérlögum og við þessar aðstæður er bölvað klúður.  Ég hef lengi verið áhugasamur um breytingar á stjórnarskrá og formfestingu þjóðaratkvæðis - sem skilgreint ferli í lýðræði okkar.     Fyrir 20 árum tók ég beinan þátt um orðræðu "Samtaka um jafnrétti milli landshluta" - - sem voru undanfari Þjoðarflokksins sáluga - - og hafði sem eitt meginmál að halda stjórnlagaþing og skilgreina skarpan aðskilnað valdþátta - og staðsetja þriðja stjórnsýslustigið - nær almenningi.

Vef_MG_4556.jpg

Gæti skrifað langt mál um lýðræðisvandanna og forystuleysið sem yfir okkur hangir.

Allir stjórnmálaflokkarnir eru meira og minna ónýtir; - geta ekki veitt leiðsögn og þá forystu sem byggist á því að athygli sé dregin að sameiginlegri sýn, réttlætisviðmiðum og markmiðum sem líkleg væru til að færa okkur betri tíma - auka lífsgæði og mannvirðingu.

Þetta kristallast til skemmri tíma í því að við upplifum að einstaklingarnir sem eru í framlínunni hafi sjálfir ekki næga burði, - séu ekki foringjar eða nægilega öflugir leiðtogar til að kalla okkur þennan almenning með til verka.    Sennilega er það þannig með alla stjórnmálaflokkana á Alþingi:

Jóhanna lenti inni í hlutverki sem varð strax of stórt fyrir hana - - af því að hún valdi að loka sig af með "klíkubræðrum og jámönnum"

steingrímur j - reynist ekki hafa efnislegt innihald  - þrátt fyrir umræddan "dugnað" - af því að hann kaus að stíga út frá "sameiningu vinstri manna" og aðgreina sig  með því einu "að gera á móti" . . sem gengur síðan ekki í ríkisstjórn (og nú hljómar hann eins og gamlar upptökur séu spilaðar afturábak)

Framsókn keypti sannarlega "köttinn í sekknum" þegar veðjað var á Sigmund Davið - enginn vissi fyrir hvað hann stóð og þegar til kemur þá skriplaði hann frá býsna áhugaverðu sjónarhorni á skipulagsmál borga í sjónvarpsþáttum - og yfir á ofsafengna málafylgju um ICESAVE (eins og hann sé upptekinn allan tímann við að draga athygli frá einhverju öðru og verra . . .  sem við vitum líklega ekki fyrir víst hvað mundi vera.)

Bjarni Ben afhjúpaði sjálfan sig með hinum ótrúlega heimskulega "skyr-hrærings-brandara" strax að loknu kjöri sínu.   Sannarlega hefur hann ekki reynst "Vafningalaus" . . og er með fjölbreytta og viðskiptatengda "myllusteina"  um háls.   Ekki er nokkur leið að reikna með því að hann kalli fram hugmyndalega endurnýjun Sjálfstæðisflokksins  - eftir skiptbrot Frjálshyggju-öfganna í Viðskiptaráði. (Enda kann Viðskiptaráð ekki að skammast sín og ekki LÍÚ eða útibúi Hádegismóra heldur). 

Einstaklingar í framlínunni eru sennilega virkilega veikir við þær aðstæður sem ríkja - - og mjög vont að ekki skuli standa nein sýnileg fylking álitlegra eða efnilegra stjórnmálamanna í kring um formennina,  sveit manna sem eru þess albúnir og verðugir að taka við keflum fyrir sína flokka og hreyfingar.

Til lengri tíma mun mest hætta innlendra stjórnmála samt sem áður felast í því ef hugmyndafræðilegur tilgangur og tilhöfðun stjórnmálaaflanna reynist ekki vera fyrir hendi: - hafa glatast með hruninu - eða jafnvel aldrei verið til.

VG  kynni einmitt að vera í þeirri stöðu að hafa "misst glæpinn" með hruninu - hafa misst hinn augljósa andstæðing  - - en skorta þróaða framtíðarsýn og innihaldspólitík til að fylla upp í rýmið sem skapaðist.   Þeir hafa ekki lausnir á takteinum og standa fyrir ótrúlega ósvífinni einkavæðingu bankanna til höfuðs hagsmunum skuldsetts almennings.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar lausnir - - og mun ekki til lengdar geta stuðst við ófullnægju og vonbrigði þess almennings sem kaus Jafnaðarmenn og sósíalist til stjórnarforystu.   Sjálfstæðisflokkurinn þarf hugmyndalega endurnýjun og mun þurf að bíða eftir því að lykilsamtök á borð við Viðskiptaráð, Samtök Atvinnulífsins og LÍÚ þekki sinn vitjunartíma.

Framsóknarflokkurinn kann að eiga tækifæri til að skapa sér hófsaman umbótagrundvöll - - ef þeim tækist að leggja áherslu á "þjóðlega samstöðu" og félagshyggju.  Til þess þarf líklega nýjan umgang af endurnýjun í framlínunni.

Samfylkingin er ekki síður en hinir flokkarnir í brýnni þörf fyrir endurnýjun í framlínu - líklega algera endurnýjun.  Hins vegar er Samfylkingin með forskot á alla hina flokkana að því leytinu til að innihaldsgrunnur jafnaðarstefnunnar hefur ekki enn verið eyðilagður.  Samfylkingin hefur hins vegar misst illa niður sitt forskot með ESB aðild sem grunn að endurskilgreiningu á stöðu Íslands meðal þjóða og með tiltekna lýðræðislega og þjóðréttarega afstöðu - um leið og ESB aðild felur í sér stefnu í efnahags- og myntmálum.

Jóhanna þarf að fá lausn frá ráðherradómi og formennsku fyrr en seinna - það er augljóst hverjum sem vill sjá.  Samfylkingin má engra hluta vegna bregðast því hlutverki að sameina miðju og vinstri menn til árangurs - - - og skapa með því nýjan grundvöll fyrir framfaraskeiði á Íslandi.   Það þarf ekki endilega að sameina alla í einum flokki - heldur þarf formaður og forysta sSmfylkingarinnar að ráða við það að leiða stjórmálaflokka  og mikilvæga hagsmunaðila saman og beina kröftum í sameiginlegan farveg.

Þá skiptir máli hver fer fyrir:  og með hvaða hugsunarhætti menn vinna verk sín.    Í bili vil ég sjá að varaformaður SF Dagur B Eggertsson fái frið til að þroskast og eflast sem Borgarstjóri í Reykjavík - -

Guðbjartur Hannesson alþingismaður er allra þingmanna SF líklegast til að geta stigið inn í forystuhlutverk af þeirri hófsemd og auðmýkt sem nú þarf til að Samfylkingin nái raunverulegu forystuhlutverki - - í þágu þjóðarinnar og efli lýðræði, jafnrétti og almenn lífsgæði þrátt fyrir kreppuhrunið.     Það þarf að geta leitt menn saman - án þess að setja þrönga hagsmuni sjálfra sín, sinnar klíku eða síns flokks í forgang áður en sest er að borðinu.    Guðbjartur getur smíðað lausnir með öðrum og rammað þær síðan inn til framkvæmda . . . .