Skuldavandi heimila og fyrirtækja: - kallar á þjóðarsátt

Benedikt Sigurðarson

Skuldavandi fyrirtækja og heimila  - - forgangsmál sem allir þurfa að viðurkenna ábyrgð sína gagnvart - og meðhöndla eins og hvert annað hamfaratjón

Hafa ber í huga;

Innistæðueigendur fengu allt sitt greitt út í hönd – með ýktum verðbótum og vöxtum -  sem gáfu þeim ávöxtun vegna Hrunsins

Alþingi Íslendinga breytti kröfuröð á föllnu bankana - - með neyðarlögum og 100% innistæðutryggingum – sem handfluttu  amk. 800 milljarða umfram lögbundin lágmarksviðmið frá þrotabúum bankanna og til fjármagnseigenda – einkum ríkra einstaklinga og sjóða – en skildu á sama tíma við endurreista banka með ótakmarkað innheimtuleyfi á stökkbreyttan höfuðstól verðtryggðra lána almennings og atvinnurekstrar.

Alþingi Íslendinga raskaði með þeirri aðgerð einni og sér svo harkalega því jafnræði sem virða  þarf í lýðræðisríki til að samheldni sé varðveitt - - að halda má því fram að ALÞINGI skuldi almennum lántakendum og venjulegum fyrirtækjum sem voru í rekstri fyrir hrun - - íhutandi inngrip til að takmarka innheimtuheimildir fjármálakerfisins og kröfuhafanna. 

 

Víðtæk efnahagsaðgerð - - tillaga að lausn

·         Vandinn snýst um eftirfarandi;

o   Verðtrygging/gengistrygging fyrirtækjalána hlóð innistæðulausri hækkun á höfuðstól allra lána og raskaði veðmörkum - eignir verða óseljanlegar vegna veðstöðu og markaðshruns.  

o   Með stökkbreytingu höfuðstóls þyngist greiðslubyrði uppfyrir þau mörk sem afkoma og rekstur stendur undir - -

o   Afkomuhrun þúsunda fjölskyldna leiðir til verulega minnkaðrar greiðslugetu og greiðsluvilji hefur dvínað

o   Fjölskyldur festast í eignum og þvinguð greiðslubyrði tugþúsund skapar keðjuverkandi áhrif sem lama neytendahagkerfið

o   Efnahagsreikningur fyrirækja er hruninn - - og einstaklingar hafa lagt sitt undir en þrátt fyrir það er meirihluta smærri og meðalstórra fyrirtækja haldið í skuldakreppu með tilheyrandi „ógagnsæi“ í aðgerðum bankanna

·         Bráðbirgðaviðbrögð einstakra fjölskyldna hafa gengið á séreignarsparnað og annan sparnað og stórfjölskyldan er almennt ekki lengur aflögufær

·         Sértæk úrræði persónugera vandamálið – og reynast óskilvirk, ógagnsæ og niðurlægjandi – og ganga auk þess gegn almennri réttlætiskennd vegna þess að þeir sem „mest eiga í vanskilum“ og þeir sem „skuldsettu sig til Helvítis“ -  sitja fyrir um aðstoð samkvæmt áherslum ríkisstjórnarinnar og bankanna.

 

Til að leysa hagkerfið úr skulda-þvingu þarf:

A.      Að „leiðrétta áfallinn verðbótaþátt lána“  og skapa innheimtanleg lánasöfn og greiðanleg fyrir lántakandann.   Klára þann „afskriftajöfnuð“ á væntan hagnað af lánasöfnum sem óhjákvæmilegur er miðað við þann gríðarlega tilflutning fjármuna sem ákvarðanir ríkisstjórnarinnar á fyrstu hrunmánuðum hafa leitt til – þar sem 100% innistæðutrygging og útgreiðsla úr peningamarkaðssjóðum er langstærsta einstaka orsök vandans - samfara ýktri vísitölumælingu og verðtrygginu lána - í gegn um Hrun.      

a.       Aðgerðin verður að vera nægilega  róttæk til að hafa áhrif á verulegan meirihluta þeirra fjölskyldna sem eru í neikvæðri eiginfjárstöðu og/eða sjá fram á að komast í greiðsluþrot að óbreyttu.  

b.      Á sama hátt þarf aðgerðin að ná til langflestra  þeirra fyrirtækja sem eru með rekstrarhæfi - - miðað við hóflega skuldsetningu.

c. Aðgerðin verður að færa veðmörk eigna nægilega mikið niður til að markaðsvirkni skapist og fjölskyldur sem áður voru hóflega skuldsettar og hafa orðið fyrir aðkomuhruni og sjá því ekki fram úr geti selt sig frá of þungri byrði.

 

Aðferð:

Alþingi setur neyðarlög til lausnar á skuldakreppu heimila og fyrirtækja;

1.       Vístölumæling Hagstofunnar endureiknuð mv. nýjan lögfestan grunn og nýtt gildi tekur við þegar í stað sem felur í sér lækkun núverandi gildis um 18% (15-24% eftir samkomulagi aðila).   Allir lánasamningar og innistæður frá því fyrir 1. Janúar 2010  endurreiknast miðað hið breytta gildi.  Lánasamningar frá því eftir 1. Jan 2010 fá hið nýja gildi frá og með dagsetningu skuldbindingar.

2.       Allir lánasamningar með gengisviðmiðun skulu yfirfærðir í  verðtryggðar ISK frá og með lántökudegi og meðhöndlast eins og krónusamningar sbr. lið 1.  Lánasamningar sem eru í skilum bera ekki vexti frá stofndegi  – en samningar sem eru uppgerðir og greiddir skulu endurmetnir af gerðardómi – sem og vaxtastig þeirra samninga sem eru í vanskilum .

3.       Vextir verðtryggðra fasteignalána verða festir við hámark 2 % til næstu 5 ára.

4.       Til að mæta afföllum/niðurfærslu íbúða-lánasafna miðað við væntingar og áætlanir aðila þá gefur ríkissjóður Íslands út verðtryggð skuldabréf á vegnum gjalddögum hins leiðrétta lánasafns íbúðabréfa – með 1% vöxtum og jafnframt með heimild til að fresta því að greiða afborgnir þeirra bréfa fyrstu 10 árin (– eða greiða með framlengdu skuldabréfi sem bætist aftan við/)  með lengingu lánstíma um allt að 10 ár  og lætur bönkum og lífeyrissjóðum í té.

5.       Eftir því sem slík aðgerð hefur áhrif á efnahag og greiðslujöfnuð Íbúðalánasjóðs leggur  Ríkissjóður Íslands  til nýtt fé þannig að rekstur sjóðsins og lánshæfi skaðist ekki umfram það sem lánshæfi Íslenska ríkisins er þegar laskað.

 

Jafnframt:

A.      Lögum um lágmarksávöxtunarviðmið lífeyrissjóða við 3,5% verði breytt  - og ávöxtunarlágmark miðað við 1% til 5 ára tímabils.

B.      Heimildir til verðtryggingar fjárskuldbindinga verði þrengdar og afnumdar í tímasettum skrefum á 5 (-10) árum.

C.      Bannað verði að innheimta uppgreiðslugjöld á lánasamningum

D.      Íbúðalánasjóði verði heimilað að endursemja við lántakendur án nauðungarsölu – um endurskipulagningu skulda og um niðurfellingu eftirstöðva.

E.       Innleitt verði stóraukið framboð af lánum til húsnæðissamvinnufélaga og sjálfseignarfélaga sem rekin eru án hagnaðar-sjónarmiða (non-profit/low-profit) til að fjármagna byggingu/kaup og rekstur leiguíbúða, kaupleiguíbúða og búseturéttaríbúða

F.       Íbúðalánasjóður visti yfirteknar íbúðir – tímabundið – inni í húsnæðissamvinnufélögum/sjálfseignarfélögum – með  virkri heimild til fyrri eigenda um endurkaup innan 3-5 ár, og á sama hátt með forkaupsrétti rekstrarfélagsins á sömu kjörum - að fyrri eigendum frágegnum.

G.     Sett verður hámark á skattfrjálsa „leiðréttingu lána“ við 10 milljónir og brattur skattstigi á hærri niðurfærslu (50-60-80%) innleiddur á einstaklinga sem eiga hreina eignir umfram 30 milljónir. . . og umfram 50 milljónir og umfram 80 milljónir

H.      Nýtt kerfi húsnæðisbóta taki við af vaxtabótum og húsaleigubótum og samhæfi í meginatriðum núverandi kerfi ; (fastur grunnur óháður tekjum/eignum, en síðan skalað niður eftir eignum/tekjum en á móti tekið mið af framfærslubyrði . . . )

I.        Lög um gjaldþrot og kröfufyrningu verði breytt þannig að einstaklingar geti orðið sjálfstæðir  þegnar að nýju eftir 2 ár frá gjaldþroti – miðað við að bú komi til skipta árin 2010 og 2011, en frá þeim tíma verði miðað við 4 ár.

J.        Veðlán verði almennt og aldrei með tryggingar í persónulegum fjárhag – umfram það sem veðandlagið stendur undir (lyklafrumvarp í einhverri tímabundinni útfærslu).

K.      Lög um neytendavernd í lánaviðskiptum – (og lög um ábyrgðarmenn) verði færð til samræmis við það sem er almenn regla í Evrópulöndum

L.       Stýrivextir Seðlabanka keyrðir niður í 2-4% innan við 6 mánuðum 

Væntur árangur;

·         85-95% af heimilum klára eigin mál án sértækra úrræða

·         Gjaldþrotum fækkað um etv. 75 % frá því sem annars yrði

·         Fjölskyldur sem hafa orðið fyrir afkomuhruni ættu að geta selt sig frá eignum sem greiðslugeta stendur ekki undir

·         Fasteignamarkaður verður virkur að nýju - -

·         Gangverk neytendahagkerfisins kemst af stað

·         Tekjuöflunarkerfi ríkisins styrkist með aukinn veltu

·         Jafnvægisleitni hagkerfisins eftir Hrun mun styrkjast og ganga mun hraðar fyrir sig – og takast ætti að koma í veg fyrir spíral-áhrif verðhjöðnunar og samdráttar yfir lengra tímabil.

·         Umsjónarkerfi og farvegir fyrir sértæk úrræði til skuldaaðlögunar  getur ráðið við úrvinnslu hóflegs fjölda mála - - innan tiltekins og ásættanlegs  tímafrest

·         Atvinnustigið hækkar verulega

·         Landflótti verður ekki vandamál til lengri tíma