Skuldakreppan - læsir samfélaginu enn (25.06.2011

 

Að leiðrétta - - það sem er aflaga

. .fjöldamargt hefðum við átt að gera öðruvísi bæði fyrir og eftir Hrun – en sumu má enn víkja til betri vegar sem annað hvort misfórst eða var látið ógert . .

 

. . það voru mistök að leggja upp í markaðsvæðingu og á sama tíma að veikja íhlutunarvald opinberra eftirlitsaðila.  Þetta var öfugt við meginsjónarmið Thatchersimans samkvæmt því sem Roger Boyes heldur fram í bók sinni Meltdown Iceland

. . . innleiðing EES-reglna var meira og minna skekkt af „þýðingarvillum“ – þar sem áróðurskenningar Viðskiptaráðs og  þrengstu sér-hagsmunir fjármálspekúlantanna lagði slagsíðurnar

. . framsal og veðsetningar veiðiheimilda í fiskveiðikerfinu opnaði á „seðlaprentun“  og gríðarlega fjármunatilflutninga – sem lögðu grunn að bóluhegðun í hagkerfinu

 . . við gerð „þjóðarsáttar-samninga“ 1990-1991  voru þau meginmistök gerð að afnema ekki verðtryggingu með öllu - - síðan hafa engir hagstjórnartilburðir virkað nema meira og minna öfugt . .

. . lagabreytingar 1985-1990 leiddu til þess að rekstrarforsendur samvinnufélaga og gagnkvæmra félaga urða veiktar  - - og aðförin að sparisjóðunum var hafin . .

. . verðtrygging útlána byggði upp hugsun sjálftöku hjá Lífeyrissjóðum og bönkum – þar sem jafnræði vara algerlega raskað milli lántakenda og fjármagnseigenda . .

. . . lífeyrissjóðir rökuðu saman gríðarlegt fjármagnsafl og bjuggu til forsendur fyrir áhættuhegðun fámennra og veltengdra klíkuhópa -  sem drógu til sín hagsmuni langt umfram eðlilega skynsemi í lýðræðisríki

. . . gjörspillt einkavæðing – siðlaust pólitískt fyrirgreiðsluafl – og veiklaðar eftirlitsstofnanir hlóðu upp áhættu í hagkerfinu - - með lánadrifinni bólu . . og margfaldri yfirstærð á fjármálakerfi

::::::::::

Allt þetta átti að vera ljóst svo snemma sem 2006  - þegar Danska-kreppan gekk yfir.

·        Pólitískt skekkt stjórnsýsla og eftirlitsvald faldi raunverulegt ástand

·        Eigendur banka – nutu stuðnings Seðlabanka og FME til að gera slæma stöðu verri – með því að neita að takast á við vandann

·        Kaupþing hefði átt að fara út úr krónuhagkerfinu - - en var þvingað af Seðlabankanum og fjármálaráðherra til að vera inni þess í stað

·        ICESAVE var opnað fyrir Landsbankann með minnkaðri bindiskyldu  - þvert á það sem var skynsamlegt

·        Tilboði Englandsbanka / Mervyn King – um að taka niður áhættuna í ofvöxnu bankakerfi var ekki einu sinni svarað í apríl 2008

·        Brýningu Gordon Brown til Geirs H Haarde um að  leita aðstoðar AGS strax í mars-apríl 2008 var svarað með hrokafullum skætingi þegar Geir kom heim . . . og þvinguð fram breyting á fréttatilkynningu Dawningstræti 10 . . . til að fela það að Brown hafði heitið stuðningi Stóra-Bretlands við umsókn Íslands að ESB

·        Vaxta-hækkanir Seðlabankans margfölduðu innhlaup „óstöðugs fjármagns“ . . . allt til miðs árs 2008 . . „jöklabréf“ urðu að skelfingar-efni í og bjuggu til kerfisáhættuna sem að endingu leiddi landið fram af brúninni . .

·        „ástarbréfa-úgáfa“ Seðlabankans – framlengdi ósjálfbæran rekstur stóru bankanna – um nokkra mánuði - - og dró smærri fjármálafyrirtæki og ríkissjóð inn í svartholið með Hruninu . .

·        Hlutdræg viðbrögð Seðlabankans leiddu til þess að Landsbankinn fékk lífdaga – langt umfram getu - - og Kaupþingi var haldið inni í ISK-hagkerfinu – með margföldun áhættunnar . .

 

VIÐ HRUNIÐ:

·        Neyðarlögin innleiddu innistæðutryggingar langt umfram getu og skynsemi - - en skildu skuldara eftir með stökkbreyttar skuldir

·        Neyðarlögunum hefði þurft að fylgja:

1.      Hámark á innistæðutryggingar við ca. 5 milljónir  - - og  hlutatrygging á fjármuni 5-50 milljónir . . t.d. 50% og 20% trygging á fjárhæðir umfram 50 milljónir – sem jafnframt hefðu allar verið frystar

2.      Handstýrð vaxtalækkun - - niður að 3-4% strax meðan gjaldeyrishöftin væru á fyrsta stigi

3.      Frysting vísitalna allra lána/fjárskuldbindinga við gildin 31.12.2007

4.      Meðvituð og tímabundin ríkisvæðing allra fjármálafyrirtækja - - - þar sem skipulögð hreinsun skulda og uppgjör endurmetinna krafna færi fram – og síðan yfirlýst og opin sala ca. 1/3 af bankakerfinu - - ca 1/3 seldur til „opinna almenningsfélaga/samvinnufélaga“ og ca. 1/3 hafður áfram í ríkiseigu - - meðan jafnvægi væri að skapast í hagkerfinu . .

5.      Lög um hraðmeðferð til gjaldþrota - - og styttum fyrningarfresti krafna - - miðuð við hreint borð eftir 3 ár fyrir einstakling í þrotameðferð - - jafnhliða skýrari heimildir til að einstaklingar gætu framkallað nauðasamninga án gjaldþrots

6.      Bann við að veðkröfur sæki í persónulegan fjárhag einstaklinga – við þrotameðferð – „lyklafrumvarp“ - - í útfærðu formi

7.      Bann við verðtrygginu húsnæðislána - - mv. Aðrar vísitölur en fasteignaverðs-vísitölu – og bann við að verðtryggja almenn lán heimilanna með öðru en launavísitölu .

8.      Bann við að beita uppgreiðslugjöldum, stimpilgjöldum og öðrum samkeppnishamlandi gjöldum - - -

 

·        Gjaldeyrishöftin ætti að afnema - - með ákveðnum skrefum þar sem sett væri upp gengistafla og skattlagning fyrir útstreymi - - byrjað með mjög háum sköttum og lágu gengi - - og gengi hækkað og skattur lækkaður yfir 20-30 mánaða tímbil

·        Leiðréttingu lána þarf að vinna:

o   Með myntskiptum - - og mismunargengi

o   Með leiðréttingu vístölu/skiptum á vísitölum

o   Með „neyðarlögum um niðurfærslu peningalegra eigna“

o   Með launalögum  - - sem færa niður laun -  og frysta laun yfir 20-30 mánaða tímabil