Skoðakannanir - benda í eina átt

  

Þjóðarpúlsinn þennan mánuðinn er enn ein vísbending um að Samfylkingin - frambjóðendur og forystulið er ekki að skora

Ég bauð mig fram til liðs fyrir Samfylkinguna í NA-kjördæmi með það að markmiði að breyta ásýnd og málflutningi flokksins.  Með það að markmiði að útfæra framtiðarsýn - samvinnu og jöfnuðar - hinnar breiðu miðju og til vinstri samkvæmt hefbundnum viðmiðum.

Frá því í ágúst sl. og mánuðina september og október - jókst fylgi við Samfylkinguna í NA-kjördæmi og mældist 25% í október.

Svo komu niðurstöður úr prófkjörinu og allt það klúður sem fjöldaskráningum í lokuðu prófkjöri fylgir -  Benedikt ´"sleginn út úr hringnum" .......

Í nóvember mældist fylgi við Samfylkinguna í NA-kjördæmi undir 18%

Á landsvísu heldur fylgið áfram að skreppa saman.  Ég tel skýringuna vera þá að frambjóðendurnir og talsmenn flokksins eru ekki að bjóða upp á trúverðugan málflutning.

Í framlínunni er almennt ekki fólk sem er að koma þannig fram að það ávinni sér traust til að verða ráðherrar í ríkisstjórn

Skuggaráðuneyti 

Ofnaígjöf Ingibjargar á fundinum í Reykjanesbæ - var ekki fylgt eftir með því að koma á laggir skuggaráðuneyti - eða setja á fót málefnasveit - til að útfæra og bera fram skerpingu á stefnumótun og grundvallarhugmyndum.

Þingflokkurinn og frambjóðendur snerust gegn hugsuninni - og gegn ISG - þar sem einhverjum fannst að þeirra eigin löngun til ráðherraembættis ætti að hafa forgang.  Skítt með flokkinn og fylgið....

Að tala skýrt og skýrar um að kalla fólk til verka fyrir ríkisstjórn og til hrinda í framkvæmd breyttri stefnu hefði verði betra - þá strax.  

Ingibjörg það er ennþá tími til þess;   gríptu tækifærið og kallaðu fólk til verka.   Segðu þjóðinni um leið að þú ætlir þér að leggja málin þannig upp að í ríkisstjórn setjist fólk sem hefur þekkingu, afl og erindi (mission) til að skila árangri fyrir samfélagið.

Jón Baldvin

fékk einmitt tækifæri til að verða slíkur leiðbeinandi og forystumaður með því að vera beðinn um að leiða vinnu og stefnumótun í utanríkismálum.  Það var nefndarskipun eða vinnuhópur sem INgibjörg setti á fót;

  • til að leggja upp samningsmarkmið og formgera aðildarumsókn að Evrópusambandinu og undirbúa þá vinnu alla - jafnvel virkja tengsl við erlenda stjórnmálamenn og diplomaciu
  • til að endurskipuleggja áherslur í utanríkismálum  -einkum mtt. þess að færa varnarsamstarf og öryggismál í samstarf með Evrópu og Norðurlöndum - og frá taglhnýtingu við USA.

Hvernig klúðraðist þetta Jón?

Ert þú ekki svolítið að kasta fýlusprengjum til að draga að þér athygli sjálfum - var þér ekki einmitt gefið færi að verða ráðherra númer 1 í Skuggaráðuneyti Ingibjargar?

Spyrr sá sem ekki veit..........