Opið prófkjör Samfylkingarinnar í NA kjördæmi

 

Er líka á http://blogg.visir.is/bensi  

Býð kjósendur NA-kjördæmis velkomna til samstarfs um að endurnýja framboð Samfylkingarinnar í kjördæminu.

Valdið er með þessu fært kjósendum - með opnu prófkjöri - og valið verður þeirra.   Mikilvægt er að kjósendur taki þátt í prófkjörinu - - og tali skýrt.    Við erum 18 mætt á völlin  - tilbúin til leiks og nægilegt úrval af óþreyttum leikmönnum.

Samfylkingin hefur átt undir högg að sækja í NA kjördæmi og nýleg skoðanakönnun staðfestir að hér er flokkurinn langt undir landsfylgi - enn eina ferðina.

Hér á eftir leyfi ég mér að rekja nokkra þætti sem ættu að vera uppi á borði kjósenda - þegar þeir gera upp huga sinn um það hvernig þeir vilja að Samfylkingin stilli upp liði sínu.   

 

Um hvað snýst þetta svo? 

Umfram allt annað trúi ég því að kjósendur í NA-kjördæmi verðskuldi að fá tækifæri til að gefa Samfylkingunni leiðbeiningar - - opið prófkjör er því kærkomið og eðlileg tilraun til að mæta kröfum um virkara lýðræði og farveg fyrir almenning til að láta til sín taka. 

Hér geta kjósendur í kjördæminu lagt línurnar um þá endurnýjun sem þeir hafa kallað eftir:   - - við erum til þjónstu reiðubúin – og gegn um raunverulega endurnýjun getur Samfylkingin stígið mikilvægt skref til þess að biðjast afsökunar á margvíslegum mistökum sem flokkurinn ber ábyrgð á vegna samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn - - í aðdraganda bankahrunsins – og fyrstu fjóra mánuðina á eftir.     Flokkurinn verður að sýna auðmýkt og næga yfirbót til að verðskulda traust kjósenda – þannig að flokkurinn fái kjörfylgi sem dugar til að fara með forystu í næstu ríkisstjórn - - ríkisstjórn sem líklega verður samstjórn þriggja flokka- þeirra  sem nú bera ábyrgð á minnihlutastjórn SF og VG.   

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki líklegur til að ganga í gegn um þá hundahreinsun sem duga mundi flokknum til að losa sig við þær frjálshyggjuöfgar og þau klíkubönd sem lögðu efnahagskerfi og gervallt fjármálakerfi okkar í rúst.   Sjálfstæðisfokkurinn er enn í álögum þess illvilja sem Davíð og hirðin hans hefur lagt á flokkinn  - - og hefur eitrað samfélagið allt meira og minna í bráðum 20 ár.  

12-spor í átt til bjartari tíma

 • Gera þarf fjölskyldum kleift að standa í skilum og halda sínum heimilum – með því að niðurfæra höfuðstól verðtryggðra lána um ca. 20%.    Erlend lán verður að frysta.   Rýmka þarf reglur um viðskipti með eignir sem veðsettar eru 80% eða jafnvel meira.    Þannig mundi mikill meirihluti þeirra sem halda vinnu geta staðið við sínar skuldbindingar og fasteignamarkaðurinn kemst aftur af stað.   Með því er komið í veg fyrir að eignaverð hrynji langt niður fyrir jafnvægisverð og með því munu margir þeirra sem hafa orðið fyrir tekjufalli getia selt sig frá þeim eignum sem eru þeim ofviða.

 

 • Skuldaskil fyrirtækja þurfa að verða gagnsæ og fara fram með því að lán verði færð niður, erlend lán fryst – en umfram allt þarf að keyra stýrivextina niður í 3-5% fyrir haustið.    Umsvifamikil mjög skuldsett fyrirtæki – þar sem samkeppnismarkaður er ekki virkur – þurfa að vistast í eignarhaldsfélagi ríkisins þannig að komið verði í veg fyrir að þau verði seld til sömu hrægammanna og komu efnahagskerfinu í þrot.

 

 • Vertryggingu verður að afnema um leið og við setjum upp samráðvettvang allra lykilaðila í samfélaginu til að tryggja víðtækt samráð allra markaðsaðila um stöðugleika með sameiginlegt markmið um 0 verðbólgu.

 

 • Setja verður forgang á umsókn um aðildarviðræður við ESB – og óska flýtimeðferðar í tengingu við evru – og aðild að myntbandalaginu.   Sjálfstæð rödd í samfélagi þjóðanna í virku samstarfi við önnur Norðurlönd og nágranna í N-Evrópu.

 

 • Fjárfesta þarf í framtíð unga fólksins; hækka barnabætur og sameina vaxtabótakerfið og húsaleigubótakerfið þannig að stuðningi sé ekki misskipt milli fjölskyldna eftir eignastöðu.

 

 • Sérstakt menntunarátak – þarf til að auðvelda okkur leiðina út úr kreppunni;  með rannsóknarmiðun og virkri endurmenntun fólks á miðjum aldri.

 

 • Setja þarf forgang á nýsköpun í atvinnulífi – með því að stýra opinberu lánsfé í stuðnings- og fjárfestingarumverfi fyrir sprotafyrirtæki í samstarfi frumkvöðla og fjárfesta.

 

 • Flytja þarf forgang í atvinnulífi frá fjármagni og viðskiptum – yfir í framleiðsludrifna starfsemi – sem byggist á þekkingu, þróun og beinni verðmætasköpun.

 

 • Leggja þarf áherslu á jafnvægi milli sjónarmiða í umhverfisvernd og nýtingu - - gæta hófsemdar og vanda undirbúning allra framkvæmda.   Meta þarf félagsleg og efnahagsleg áhrif stærri framkvæmda með alþjóðlega viðurkenndum verkferlum.

 

 • Sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar verði framvegis ráðstafað með tímabundinni leigu og undið ofan af gjafakvótaúthlutun.

 

 • Réttlæti í skattamálum þar sem við samræmum skattlagningu hagnaðar og fjármagnstekna við vinnutekjur – og innleiðum tímabundna stóreignaskatta

 

 • Vindum ofan af notendagjöldum í heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu

Verkefni og aðgerðir

 

 ·         Umsvifum ríkisvaldsins og rekstrar hins opinbera verði svæðaskipt þannig að velta nálgist hlutfallsskiptingu íbúa. 

·         Heilbrigðisstofnunum verði breytt í sjálfstæðar einingar og sjálfseignarstofnanir – með virkri aðkomu notenda og íbúa að stjórnun – ásamt fagfólki.   Svæðisbundin þjónustusnið verði skilgreind með aðkomu hagsmunaaðila. . . .  

·         Framhaldsskólar og háskólar verði gerðir að sjálfstæðum stofnunum og sjálfseignarstofnunum sem kalli velvildaraðila og íbúa til samstarfs um stjórnun og uppbyggingu. 

·         Fjárfesting í RÚV í þágu allra landsmanna . . . . . bæði til frétta, fræðslu og listrænnar dagskrárgerðar. 

·         Efling ferðaþjónustu – með fjárfestingum í samgöngum inn á svæðið og með eflingu kjarnastarfs innan svæðis.   Flugvellir á Norður og Austurlandi gerðir sjálfstæð rekstrareining – með þátttöku hagsmunaaðila og sveitarfélaga á svæðinu. 

·         Vaðlaheiðargöng sett á dagskrá: - i samstarfi við Greiða-leið . . . . . á endurnýjuðum forsendum.

·         Einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 1 endurbyggðar - - og stytting vegalengda hraðað 

·         Fjárfesting í grunnskólanámi allra barna – og gjaldfrí skólaganga frá 4ra til 18 ára.    Skólamáltíðir greiddar eftir efnum og ástæðum foreldranna - - og skólabækur framhaldsskólanema á ábyrgð skólans. 

·         LÍN veit samtímalán - - og sjálfskuldartrygging einstaklingsins og trygging í námsframvindu – án þess að krefjast ábyrgða á lánapappírum. 

·         Sjóbjörgunar- og þyrlusveit á NA-landi  - mögulega á Siglufirði-Húsavík -  þannig að brugðist sé jákvætt við umferð og hættum á Norðursvæðum – í samstarfi við Canada, Danmörku, Noreg og Rússland og USA og Evrópusambandið. 

·         Stórskipahöfn á NA-landi - - sett í undirbúning - - og athugun með beinum og óbeinum tengslum við undirbúning á þjónustu við Drekasvæðið og möguleg rannsóknarumsvif og nýtingu hafsbotnsins út af Norður og Austurlandi. 

·         Hvalvernd – gerð að forgangsmáli út af Eyjafirði og Skjálfanda  - og gerð krafa um að mögulegar takmarkaðar hvalveiðar á Íslandsmiðum gangi ekki á aðra hagsmuni ferðaþjónustu og markaða fyrir fiskafurðir og annan útflutning. 

·         Sérstaklega verði fjárfest í þróun og umhverfi fyrir landbúnaðinn og úrvinnslu landbúnaðarafurða á svæðinu.   Skoðaðir möguleikar á áburðarframleiðslu og úrvinnslu lífræns eldsneytis – samfara frekari þróun í úrgangsförgun á svæðinu.

Hér er ég auðvitað ekki búinn að telja upp allt sem skiptir máli

Gamli vefurinn minn frá 2006-2007 - hefur lifað og þar er að finna yfirlit yfir tímabil - - og merkilegt hversu vel mörg mál hafa lifað og hversu margvísleg rök standast tímann . .

Þannig er líklega jafnaðarstefnan